fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Fyrsta aftaka alríkisins í 17 ár fer fram í kvöld. Myrti 3 úr sömu fjölskyldu.

Heimir Hannesson
Mánudaginn 13. júlí 2020 10:10

Daniel Lewis Lee verður að óbreyttu tekinn af lífi í dag. mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að öllu óbreyttu mun alríkisstjórnvöld í Bandaríkjunum taka Daniel Lewis Lee af lífi í dag. Verður það fyrsta aftaka alríkisins í 17 ár. Daniel ásamt samverkamanni voru sakfelldir fyrir að myrða þrjá meðlimi sömu fjölskyldunnar árið 1996, þar á meðal átta ára stelpu. Daniel var dæmdur til að sæta dauðarefsingu með og verður hann tekinn af lífi með banvænni sprautu í Indiana.

Fjölskylda Daniels skaut framkvæmd aftökunnar til dómstóla á þeim grundvelli að þeim sé tryggður rétturinn að vera viðstödd aftökuna, en þann rétt geta þau ekki nýtt sér sökum Kórónaveirufaraldursins, en faldurinn er einkar skæður um þessar mundir í Bandaríkjunum eins og þekkt er orðið. Héraðsdómstóll tók undir kröfu Lee fjölskyldunnar á föstudaginn var, en áfrýjunardómstóll snéri við þeim úrskurði á sunnudag og skal aftakan fara fram í dag.

Áfrýjunarferlið senn á enda

Sú undarlega staða kom reyndar upp í málaferlunum að fjölskylda fórnarlamba hans tók afstöðu með úrskurði héraðsdómsins, og var því afstaða þeirra samstillt afstöðu fjölskyldu hins dæmda. Vildu ættingjar fórnarlambanna fresta aftökunni þar til öruggt væri fyrir þau að koma og verða vitni að henni. Fjölskylda mannsins vinnur nú að áfrýjun til hæstaréttar Bandaríkjanna. Hæstiréttur fór reyndar í frí á föstudag fyrir helgi og allskostar óvíst hvort rétturinn nái að fjalla um málið, hvað þá að úrskurða í því. Afar sjaldgæft er svo í ofanálag að rétturinn blandi sér í slíkar tilraunir á loka metrum ferlis.

Donald Trump bandaríkjaforseti hefur vald til þess að náða fanga og gæti breytt dómi Lee úr dauðadómi í ævilangt fangelsi. Slíkt er þó svo gott sem útilokað, enda dauðarefsing eitthvað sem Trump sagðist strax í kosningabaráttu sinni 2016 ætla að endurvekja á alríkisstiginu.

62 bíða aftöku

Dauðarefsingar voru eitt sinn útlægðar úr refsikerfi alríkisins, en hæstaréttardómur frá árinu 1976 opnaði dyr alríkisstjórnvalda að dauðadómum enn á ný. Árið 1988 var löggjöf samþykkt sem heimilaði alríkisdómurum að beita dauðarefsingu við vissum brotum. Síðan þá hafa 78 verið dæmdir til dauða en aðeins 3 teknir af lífi. 62 fangar bíða enn aftöku, en algengt er að sú bið taki áratugi og ekki óalgengt að menn láti lífið af ýmsum ástæðum í fangelsi á meðan beðið.

BBC sagði frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Í gær

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga
Fréttir
Í gær

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er bara helvíti á jörðu“

„Þetta er bara helvíti á jörðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“