fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 23:00

Irwin og Darwin áttu sömu skjaldböku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn er stórfurðulegur og kemur okkur á óvart á hverjum einasta degi. Hér eru nokkrar þræláhugaverðar staðreyndir um umheiminn, sem vefmiðillinn Bored Panda tók saman, og munu líklega valda lesendum heilmiklum heilabrotum.

Tími og rými

Ef tímaferðalög væru möguleg þá væri nauðsynlegt að ferðast í sérstakri tíma-rýmis-vél til þess að lifa ferðalagið af. Svo vill til að Jörðin snýst um sólina og sólkerfið okkar er á stöðugri hreyfinu. Ef maður ferðaðist fram eða aftur í tíma þá myndi maður lenda á sama stað rýmislega séð, en ekki á sama tíma, sem ylli því að maður endaði ólíklega ferðalagið á Jörðu niðri. Líklega myndi maður birtast í tómarými geimsins. Því væri gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og ferðast í geimskipi sem gæti farið með mann aftur á fast land.

Höfundur og lesandi

Þegar mann dreymir er einn hluti heilans að búa til „söguna“ á meðan annar hluti heilans upplifir atburðina í sögunni eins og í fyrsta sinn og er einlæglega hissa á því sem er að gerast.

Eitt sinn stökk kona af 86. hæð Epire States byggingarinnar í New York, en vindurinn feykti henni þannig að hún lenti á syllu á 85. hæð og lifði fallið af.

Heimskautarefurinn getur lifað af frost sem er allt að mínus sjötíu gráður á Celsíus.

Gamlingjar

Árið 2006 létust tvær aldnar skjaldbökur. Harriet, sem var þá 176 ára, var fyrri til það ár og var það enginn annar en Charles Darwin sem sótti hana á Galapagos eyjar á HMS Beagle. Síðar var Harriet í eigu Steve Irwin, betur þekktur sem The Crocodile Hunter, þegar hann lést sjálfur. Charles Darwin og krókódílahvíslarinn Steve Irwin deildu því „gæludýri“. Seinni öldungurinn til að láta líf sitt árið 2006 hét Adwaita og klaktist úr eggi áður en Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði undan Englandi.

Marteinn Lúther King Jr. og Anne Frank voru fædd sama ár, 1929. Á fæðingarári þeirra fagnaði grínistinn Betty White sjö ára afmæli sínu.

Sumt fólk hefur ekki innra samtal við sjálft sig. Það er einfaldlega ekki með innri rödd!

Risabaktería

Stærsta þekkta baktería, Thiomargarita namibiensis, getur verið allt að 0,7 mm í þvermál, sem er nógu stórt til þess að sjá með berum augum án þess að nota smásjá. Í samanburði er meðalstærð baktería ekki nema um 0,001 mm í þvermál.

Jarðaber eru ekki ber samkvæmt líffræðilegum skilgreiningum, en bananar eru hins vegar flokkaðir með berjum.

Bananaber og jarðaldin?

Alþjóðlega geimstöðin er nær Jörðinni heldur en vegalengdin á milli San Francisco til Los Angeles.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar