fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Fréttir

Segist frekar vilja leggja 15.000 krónur inn í ferðaþjónustuna en í skimunargjald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júní 2020 14:25

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd -Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða er deilt um réttmæti þess að láta alla komufarþega til landsins greiða 15.000 króna skimunargjald á Keflavíkurflugvelli. Sumir telja gjaldið síst of hátt og ekki komi annað til greina en að ferðamenn beri sjálfir kostnaðinn af skimuninni. Aðrir segja að gjaldið sé of hátt eða það ætti ekki að leggja slíkt gjald á ferðamenn því það virki letjandi á ferðir til Íslands og hamli samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar nú þegar hillir undir að opnist fyrir ferðalög milli landa. Ferðaþjónustuaðilar kvarta undan því að þeir hafi þegar fengið margar afbókanir vegna gjaldsins.

Frá og með 15. júní verður hægt að koma til landsins án þess að fara í tveggja vikna sóttkví með því að gangast undir PCR-próf eða kjarnsýnumælingu, öðru nafni skimun fyrir kórónuveirunni. Að svo stöddu verður ekki hægt að framvísa vottorðum um niðurstöðu fyrri PCR-prófa við komu. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá og með 1. júlí kostar hún 15.000 krónur fyrir hvern og einn einstakling fæddan eftir 2005 en ekki þarf að skima fyrir veirunni hjá börnum undir þeim aldri (þ.e. fædd eftir 2005). Er þar miðað við raunkostnað af skimuninni. Nánari upplýsingar fyrir komufarþega eftir 15. júní

Peningarnir færu annars í ferðaþjónustu

Skimunin snerir fleiri en erlenda túrista því hún nær einnig til Íslendinga sem koma aftur til landsins eftir ferðir út og einnig Íslendinga búsetta erlendis sem koma til landsins í frí. Íslensk kona sem býr í Danmörku og er væntanleg til landsins í júlí með fjölskyldu sinni, segir að gjaldið komi í veg fyrir að fjölskyldan nýti sér ýmsa afþreyingu sem hún er vön að njóta í Íslandsferðum:

„Við erum fjögurra manna fjölskylda, ég íslensk og maðurinn minn danskur og tveir unglingar. Við eigum flugmiða til Íslands í júlí. Við komum hvert sumar til Íslands í sumarfrí og til að eiga góðar samverustundir með fjölskyldunni. Við ferðumst mikið um landið og gefum börnunum okkar góðar minningar frá landinu fagra. Við förum nokkrar ferðir þar sem við getum tjaldað og verið úti í náttúrunni.

En við erum líka dugleg að fara á söfn, út að borða, kaupa ís og svona get ég haldið áfram.

Í sumar höfðum við áformað að fara og skoða Fly Over Iceland, Wonders of Iceland í Perlunni, Lava safnið á Hvolsvelli, borða í Friðheimum. Að gera allt þetta kostar um 15.000 á mann. Því miður verða þessir ferða- og þjónustuaðilar af því að við komum til þeirra. Þeir missa þann pening sem við annars hefðum lagt inn í þeirra fyrirtæki. Ef við veljum að heimsækja þeirra fyrirtæki, þá verðum við að velja aðra staði frá, því 15.000 á mann er sú upphæð sem við setjum sem hámark í ferðakostnaðinn hjá okkur.“

Konan segir það vera mikinn misskilning að ferðamenn muni ekki um þessar 15.000 krónur. Sjálf myndi hún miklu frekar vilja verja þessari upphæð í viðskipti við ferðaþjónustuaðila. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þessi kostnaður 60.000 krónur ef börnin eru fædd fyrir 2006.

Gjald fyrir skimun á Kastrup-flugvelli er andvirði um 5.000 íslenskra króna og segir konan að þá upphæð myndi hún greiða með glöðu geði við komu hingað til lands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Katrín svarar Kára
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þórólfi brá við yfirlýsingu Kára- „Þetta setur strik í reikninginn. Klárlega.“

Þórólfi brá við yfirlýsingu Kára- „Þetta setur strik í reikninginn. Klárlega.“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fólk sem fékk COVID-19 en lagðist ekki á spítala þarf endurhæfingu

Fólk sem fékk COVID-19 en lagðist ekki á spítala þarf endurhæfingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem leitað var að fannst látin

Konan sem leitað var að fannst látin