fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Kona klifraði upp í byggingarkrana og maður féll af þaki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júní 2020 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um konu sem hafði klifrað upp í byggingarkrana í Kópavogi eða Breiðholti. Þegar lögreglan kom á staðinn var konan komin niður úr krananum.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki er frekar greint frá atvikinu.

Sagt er frá að tilkynnt hafi verið um rán og líkamsárás í miðbænum um kl. 20 í gærkvöld. Málið er í rannsókn.

Upp úr klukkan tíu í gærkvöld var síðan veggjakrotari handtekinn í miðbænum og látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Um hálftólfleytið var tilkynnt um að kveiktur hefði verið varðeldur í Öskjuhlíð. Voru þar ungmenni að fagna próflokum. Þau voru beðin um að slökkva eldinn og hlýddu þau því.

Upp úr klukkan eitt í nótt var tilkynnt um mann í miðbæ eða Vesturbæ sem var að áreita fyrrverandi sambýliskonu. Hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að láta af þessu háttalagi og var því handtekinn.

Kona datt og rak höfuð sitt í. Gerðist atvikið líklega í miðbænum. Konan svaraði ekki áreiti og var flutt á bráðamóttöku með sjúkrabíl.

Féll af þaki

Þá var tilkynnt um að maður hefði fallið af þaki, í miðbæ, Vesturbæ eða Seltjarnarnesi, er hann var við málningarvinnu. Gerðist þetta eldsnemma í morgun, eða milli kl. 5 og 6. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl til frekari skoðunar.

Krakkar á aldrinum 10 til 15 ára reyndu að stelast í sund eftir miðnætti í nótt. Gerðist þetta á umráðarsvæði lögreglustöðvar 4, sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Ábær. Þegar krakkarnir urðu vör við lögreglu hlupu þau í allar áttir en lögregla ræddi við börn sem hún náði til.

Á sama svæði var 15 ára barn tekið við akstur bíls upp úr klukkan tíu í gærkvöld. Málið er unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Björguðu bát í vanda
Fréttir
Í gær

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr vírus sem gæti orðið að heimsfaraldri fannst í Kína

Nýr vírus sem gæti orðið að heimsfaraldri fannst í Kína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur

Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveimur leikjum hjá Fylkiskonum frestað

Tveimur leikjum hjá Fylkiskonum frestað