fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Stórhættulegir hlaupbangsar í umferð á Norðurlandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar um að hlaupbangsar, sem innihalda fíkniefni, séu í umferð á svæðinu.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um alvarlegt mál að ræða.

„Þarna er um grafalvarlegt mál að ræða en eins og nýleg dæmi sanna er þarna um að ræða mjög hættuleg efni.“

Fyrir nokkru var greint frá unglingsstúlkum sem fluttar voru meðvitundarlausar eftir að hafa fengið sér sambærilega hlaupbangsa, en þeir innihéldu kannabis og morfín.

Lögregla kveðst líta málið alvarlegum augum og biður fólk að vera á varðbergi.

„Ef einhverjir kunna að búa yfir upplýsingum um málið þá er skorað á þá að hafa samband við lögregluna.
Vakin er athygli á því að allar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Eins má koma upplýsingum nafnlaust í Upplýsinga-/fíkniefnasímann 800 5005:

Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is.

Því er við að bæta að þrjú fíkniefnamál hafa komið upp á svæðinu síðan á mánudag og eru þau upplýst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“