fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Segir Icelandair skapa áhættu fyrir velferðarkerfið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 11:31

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, þjóðfélagsrýnir og fyrrverandi forsætisráðherra, gerir þrumuræðu stjórnarformanns Icelandair á hluthafafundi félagsins á dögunum að umtalsefni. Steindór Úlfarsson, stjórnarformaður Icelandair, gagnrýndi þá harðlega umræðu um stöðu félagsins sem hann sagði vera byggða á litlu viti. Þorsteinn segir hins vegar að forsvarsmenn Icelandair verði að þola óþægilega umræðu hjá til dæmis stjórnmálamönnum og fjölmiðlum vegna þess að félagið sé nú orðið háð mikilli fjárhagsaðstoð ríkisins og lífeyrissjóðir landsmanna eigi næstum því helming í félaginu.

Í grein í Fréttablaðinu í dag bendir Þorsteinn á að eign lífeyrissjóðanna í Icelandair skapi hættu fyrir velferðarkerfið:

„Lífeyrissjóðir eiga nær helming félagsins í dag. Þeir eru stærsti hluti velferðarkerfisins í landinu.

Iðgjöld til sameignarsjóðanna eru í raun skattur. Fjármunir þeirra standa undir lögbundnum félagslegum réttindum almennings. Eignarhlutir sjóðanna í fyrirtækjum eru því fremur opinbert hlutafé en einkahlutafé.

Lífeyrissjóðirnir eru mikilvægir fjárfestar. En hinu má ekki gleyma að áhættan liggur í velferðarkerfi almennings. Ríkisbankarnir tveir eru í hópi stærstu lánveitenda félagsins. Áhættan af þeirri lánastarfsemi hvílir á öðrum hluta velferðarkerfisins.

Þessi áhætta verður ekki umflúin eins og málum er komið. Að sama skapi verður opinber almenn umræða um hana ekki heldur umflúin.“

Þorsteinn segir að fyrirtæki sem byggja að miklu leyti á áhættufjármagni frá velferðarkerfinu verði að þola lýðræðislega umræðu um starfsemi og stöðu sína. Umræðan sé óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar fjármögnunar. Raunar vill Þorsteinn meiri umræðu um þessi mál:

„Satt best að segja er full þörf á meiri og dýpri pólitískri umræðu um þessi mál. Ádrepa stjórnarformannsins beinir athyglinni að því að opinber hlutdeild í áhættufjármagni fyrirtækja er ríkari á Íslandi en í öðrum markaðshagkerfum. Hugsanlega er hún komin yfir heilbrigðismörk.

Stjórnmálamenn og fjölmiðlar væru að bregðast hlutverki sínu í lýðræðissamfélaginu ef þeir ræddu ekki þessi álitaefni í þaula.“

Þorsteinn segir að stjórnvöld hafi stutt endurreisnaráform Icelandair vegna þess að þau séu skásti kosturinn. „En velferðarkerfið er að veði,“ segir Þorsteinn og að stjórnvöld og stjórnendur lífeyrissjóðanna þurfi að rökstyðja ákvarðanir sínar fyrir almenningi. Opinber umræða sé forsenda þessara ákvarðana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjögur kórónaveirusmit greind

Fjögur kórónaveirusmit greind
Fréttir
Í gær

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Washingtonborg stefnir að því að verða 51. ríki Bandaríkjanna, ef Trump leyfir.

Washingtonborg stefnir að því að verða 51. ríki Bandaríkjanna, ef Trump leyfir.
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegt að þessi hraða aflétting komi í bakið á okkur – óboðlegt að ásaka einstaklinga

Hugsanlegt að þessi hraða aflétting komi í bakið á okkur – óboðlegt að ásaka einstaklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári rekur smitsögu síðustu daga – Veiruprófun nær yfir 70% smitaðra

Kári rekur smitsögu síðustu daga – Veiruprófun nær yfir 70% smitaðra