fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Látinn maður tapar meiðyrðamáli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll í morgun í Héraðsdómi Reykjaness í afar sérstæðu meiðyrðamáli. Þar höfðaði dánarbú látins manns meiðyrðamál á hendur konur fyrir ásakanir sem hún bar á manninn um kynferðislegt ofbeldi við fagráð Háskóla Íslands. Stefnandi krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur.

Hinn látni og konan sem stefnt er kynntust árið 2014 þegar þau voru bæði í námi við Háskóla Íslands. Í byrjun sumars 2015 fóru þau á nokkur stefnumót. Um mitt sumarið sleit maðurinn sambandinu. Konan hafði þá upplifað, að því er hún segir, gróft og harkalegt kynlíf með manninum. Þau hittust aftur fyrir tilviljun um miðjan ágúst og stunduðu þá kynlíf á stúdentagörðum HÍ. Upplifði konan það kynlíf líka sem gróft og harkalegt.

Síðan segir í dómi héraðsdóms: „Þann 16. maí 2017 óskaði stefnda eftir að hitta stefnanda og mæltu þau sér mót á veitingastað 24. sama mánaðar. Þar greindi stefnda frá upplifun sinni af kynferðisleguofbeldi af hálfu stefnanda, sem hefði lagt líf hennar í rúst og vildi að hann horfðist í augu við háttsemi sína og þær afleiðingar sem hún hefði haft á stefndu. Stefnandi bar af sér ásakanir um ósæmilega hegðun, sagði þær ekki eiga við nein rök að styðjast og því engin ástæða fyrir hann að biðjast afsökunar.“

Haustið 2018 varð konan vöru við nærveru mannsins á háskólasvæðinu og olli það henni mikilli vanlíðan. Hún sendi því formanni fagráðs HÍ (fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi) og óskaði eftir viðtalstíma. Á fundi með ráðinu greindi hún frá kynlífi með manninum frá árinu 2015 sem hún teldi fela í sér kynferðisbrot og sagði hún að sér liði mjög illa þegar hún sæi hann á háskólasvæðinu. Hún sagðist ekki vilja að maðurinn færi úr skólanum „en vildi íhuga hvort unnt væri að fara með málið í formlegt ferli og fá þannig niðurstöðu sem myndi gagnast henni við að jafna sig eftir viðskipti sín við stefnanda.“

Maðurinn var boðaður á fund fagráðs og honum kynntar ásakanir konunnar. Hann vísaði þeim á bug og kannaðist ekki við lýsingar hennar á grófu kynlífi. Nokkrir aðrir fundir voru haldnir vegna málsins en sumarið 2019 lauk fagráðið málinu með umsögn þess efnis að ekki væri hægt að komast að niðurstöðu. Lagði fagráðið til að konan og maðurinn hittust með ráðinu og reyndu að leysa vandann.

Kröfubréf og kært til lögreglu

Sumarið 2019 sendi lögmaður mannsins kröfubréf til konunnar þar sem hún var krafin um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sín um hann við fagráðið og að hún léti málið falla niður hjá ráðinu, ella yrði höfðað mál gegn henni.

Konan kærði manninn hins vegar til lögreglu fyrir kynferðisbrot árið 2015. Maðurinn lést áður en lögreglan gat tekið af honum skýrslu vegna kærunnar. Var rannsókn málsins hætt í mars á þessu ári.

Maðurinn leitaði til sálfræðings vegna málsins og samkvæmt vottorði sálfræðings greindi hann frá mikilli depurð í tengslum við meðferð málsins hjá fagráði HÍ. Niðurstöður úr samtölum við manninn og mat sálfræðings á honum bentu til að hann væri haldinn miklu þunglyndi.

Ásakanir um gróft ofbeldi í kynlífi

Konunni var stefnt vegna eftirfarandi tveggja ummæli í minnisblaði fagráðs um málið:

„Hann hafi farið algjörlega yfir hennar mörk, tekið hana kverkataki og sýnt mikla heift. Hún hafi ítrekað beðið hann að hætta án árangurs. Þá hafi hún orðið mjög hrædd enda sé hann […]og hún talið sig ekki hafa neitt í hann. Hann hafi verið ótrúlega harkalegur, þannig að blætt hefði úr kynfærum hennar. Leið henni illa daginn eftir, grét og fór í sturtu.“

„Þau hafi farið heim saman á stúdentagarða. [Stefnandi]hafi tekið innamfetamín. Þau stunduðu kynlíf þar sem hann mun hafi tekið hana kverkataki, hún hafi reynt að ýta honum frá sér og beðið hann að hætta en hann hafa sagt henni að hann gerði það sem hann vildi. Þá hafi hann kallað hana bæði druslu, hóru og tík. Nefnir hún að [stefnandi]sé hávaxinn og mun sterkari en hún. Um morguninn hafi blætt úr kynfærum hennar.“

Stefnan var byggð á því að þessi ummæli fælu í sér grófa árás á persónu og æru mannsins og væru til þess fallin að valda honum mannorðshnekki innan og utan veggja háskólans. Með ummælunum hafi konan borið manninum á brýn nauðgun og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Ummælin feli í sér ærumeiðandi aðdróttanir sem hafi fengið mjög á manninn andlega, sem vottorð frá sálfræðingi hans betri vitni um. Hafi þetta valdið manninum og fjölskyldu hans miklum skaða.

Ummæli á lokuðum fundum

Niðurstaða héraðsdóms í málinu grundvallast á því að ummæli konunnar hafi fallið á lokuðum fundum og ekkert bendi til að öðrum en stefnanda og meðlimum fagráðsins hafi borist þau til eyrna. Því sé ósannað að ummælin hafi spillt áliti og orðspori mannsins. Þá bendi ekkert til annars en að konan hafi leitað til fagráðsins í góðri trú um að fagráðið væri góður vettvangur fyrir umkvörtunarefni hennar.

Telur dómurinn því að ekki sé skilyrði til að dæma konuna til greiðslu miskabóta vegna meiðyrða.

Konan var því sýknuð af kröfum dánarbús mannsins en málskostnaður felldur niður.

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“
Fréttir
Í gær

Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi

Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft á aðalfundi SÁÁ – Blaðamanni vísað í burtu

Rafmagnað andrúmsloft á aðalfundi SÁÁ – Blaðamanni vísað í burtu
Fréttir
Í gær

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári rekur smitsögu síðustu daga – Veiruprófun nær yfir 70% smitaðra

Kári rekur smitsögu síðustu daga – Veiruprófun nær yfir 70% smitaðra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“