fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fréttir

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, útskýrði í gær fyrir Eddu, sem er svartur Íslendingur, að sjálfur fyndi hann fyrir rasisma vegna þess að sumir haldi að hann sé múslimi. Þetta átti sér stað á samfélagsmiðlinum Twitter, en þingmaðurinn hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum.

„Það er jafn mikil rasismi á Íslandi og í öðrum löndum. hvítir Íslendingar vita bara ekki af því, því það er ekki á yfirborðinu.“ sagði Edda. Því svaraði Helgi: „Ég trúi því alveg, enda engin ástæða til að ætla annað. Hvítir vita ekki af því vegna þess að þeir finna það sjaldnast á eigin skinni. Reyndar finn ég hann óbeint því sumt fólk heldur að ég sé múslimi því ég kann smá arabísku, og heldur því að ég vilji sádí-arabískt stjórnarfar.“

Ummælin féllu í grýttan jarðveg

Færsla Helga fékk hörð viðbrögð. Honum var bent á að rasismi og múslimahatur væri ekki endilega það sama: Helga var auk þess sagt að betri leið til að berjast við rasisma sé maður hvítur að hlusta á upplifanir svartra og deila þeim áfram. Helgi svaraði gagnrýninni og viðurkenndi að fordómarnir sem hann lenti í væru ekkert á við það sem aðrir þurfa að þola.

„Þeir fordómar voru auðvitað í mýflugumynd miðað við fordóma gagnvart brúnu fólki eða múslimum, en þess virði fyrir fólk að pæla aðeins í, sem finnur örsjaldan eða aldrei fyrir fordómum í sinn garð.“

Þá sagði hann jafnframt:

„Ég held bara að fólk sé óhjákvæmilega blint á hversu ósanngjarnir fordómar eru fyrr en það hefur upplifað allavega pínupons af því sjálft. En samt alveg rétt að konseptið er ekki svo flókið að fólk eigi ekki að geta skilið það án persónulegrar reynslu.“

Ofbeldi verra en að fólk haldi að maður sé múslimi

Edda svaraði einni færslu Helga með því að lýsa ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir sem væri eflaust talsvert alvarlegra en það að sumir héldu að Helgi væri múslimi.

„Ég: hef verið hrækt á, lamin, hrint niður, fengið flösku í andlitið vegna þess að ég er brún.

Helgi: stundum heldur fólk að ég sé múslimi.“

Helgi sagði þá að hann hafi ekki verið að gera lítið úr upplifun Eddu eða að biðja um samúð.

„Ég var hvorki að gera lítið úr þinni upplifun, né að bera hana saman við mína. Nefndi þetta bara því að sennilega kannast fæst hvítt fólk við það á Íslandi að verða fyrir þessari tegund fordóma. Var ekki að biðja um neina samúð.“

Því svaraði Edda:

„Þetta er bara alls ekki dagurinn fyrir að vera hrútskýra rasisma á mínu tvíti gamli. amplify það sem svartir Íslendingar eru að segja, það bað engin um þýna skoðun.“

„Ekki uppbyggilega að bara benda og híja á fólk“

Helga fannst ummæli sín vera misskilin, hann hefði ekki verið að búa til neinn samanburð. Hann gagnrýndi jafnframt viðbrögðin sem hann fékk, hann myndi ekki læra mikið á því að vera hafður að háði og spotti. Hann sagðist vera meira en tilbúinn í að hlusta.

„Þú ákvaðst að taka þessu sem einhverjum samanburði, sem það var ekki. Ég skal alveg amplifya það sem svartir Íslendingar segja og hef einlægan áhuga á að heyra allt sem þú hefur að segja. En það er ekki uppbyggilega að bara benda og híja á fólk.

Segðu mér meira um þína reynslu, ég vil læra og skilja, en ég segi ekki hluti eftir pöntunum og finnst svona benda-hlæja-híja viðbrögð engum til framdráttar. I can take it, sko, en þetta er bara óþarfi og þvælist í skásta falli bara fyrir. Tölum bara saman.

Ég er allur eitt eyra og sagði ekkert sem gaf neitt annað til kynna. Ég var ekki að bera neitt saman, heldur nefndi þetta sem dæmi um fordóma sem ég veit af, og langar mikið að heyra um reynslu annarra. Ég læri hins vegar lítið af því að bara bent sé á mig, híjað og flissað.“

Baðst afsökunnar

Nú hefur Helgi reyndar beðið Eddu afsökunar. Hann segist ekki hafa áttað sig á samhenginu og ætlar sér að bæta sig og vera duglegri í að hlusta.

Bið þig aftur afsökunar, Edda, áttaði mig ekki á samhenginu en mér er það ljóst núna. Reyni að bæta mig, mun fylgjast með og hlusta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Prófessor vill ganga lengra en að afglæpavæða neysluskammta- Tveir af hverjum fimm sitja inni vegna fíkniefna

Prófessor vill ganga lengra en að afglæpavæða neysluskammta- Tveir af hverjum fimm sitja inni vegna fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

KAPP kaupir Kistufell

KAPP kaupir Kistufell
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir sögusagnirnar ósannar – „En ég vildi að ég hefði rifbeinsbrotið ýmsa menn“

Kári segir sögusagnirnar ósannar – „En ég vildi að ég hefði rifbeinsbrotið ýmsa menn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gekk berserksgang og beitti ofbeldi í verslun vegna þess að hann var ósáttur með afgreiðsluna

Gekk berserksgang og beitti ofbeldi í verslun vegna þess að hann var ósáttur með afgreiðsluna