fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

ÁTVR lögsækir erlendan mann vegna viskíflösku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður einn frá Kosta Ríka er í ákæru frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sakaður um að hafa stolið viskíflösku af tegundinni Ballantine´s Finest úr verslun ÁTVR í Austurstræti. Flaskan kostar 6.599 krónur. Ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og er hún því birt í Lögbirtingablaðinu samkvæmt venju. Maðurinn er kallaður fyrir Héraðsdóm en málið verður tekið fyrir 12. ágúst næstkomandi.

Í fyrirkallinu segir: „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.“

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

ÁTVR gerir einkaréttarkröfu á manninn þess efnis að hann greiði henni andvirði viskíflöskunnar, 6.599 krónur. Auk þess krefst ÁTRV dráttarvaxta og lögmannskostnaður. Viskíflaskan gæti því orðið manninum nokkuð dýr þegar upp er staðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“