fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Titringur meðal félagsmanna SÁÁ – kosið um nýjan formann á morgun

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 16:30

mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á morgun, þriðjudag, verður kosið um nýja forystusveit félagsins. Sitjandi formaður félagsins sagði nýverið að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju og því nýr formaður kosinn á morgun auk 16 stjórnarmanna af 48 manna stjórn. Óhætt er að segja að mikill titringur er í fólki í aðdraganda þessara kosninga. Tveir hafa gefið kost á sér í formannsstól. Það eru þeir Þórarinn Tyrfingsson fyrrverandi formaður og yfirlæknir samtakanna og hann Einar Hermannsson, stjórnarmaður SÁÁ.

Undanfarið hafa línurnar milli framboðanna tveggja tekið að skýrast og kosningabaráttan harðnað til muna. Af lestri aðsendra greina síðustu daga í hinum ýmsu fjölmiðlum má ráða að stuðningsmenn Þórarins óttast að missa SÁÁ og eignir þess yfir til hins opinbera og vísa til orða Einars og stuðningsmanna hans um að rekstur SÁÁ þurfi að aðskilja frá grasrótarhreyfingunni SÁÁ. „Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni“ sagði t.d. Svanur Guðmundsson frambjóðandi og stuðningsmaður Þórarins í aðsendri grein á visir.is í morgun.

Inn í þessar deilur um fjármál SÁÁ hafa svo spunnist minni þræðir um fjármögnun SÁÁ, þjónustusamninga SÁÁ við hið opinbera og tekjur samtakanna af spilakössum í gegnum eignarhlut sinn í Íslandsspilum, sem eru ásamt HHÍ einu rekstraraðilar spilakassa á Íslandi.

Persóna Þórarins og stjórnunarstíll hafa einnig verið vopn í búri stuðningsmanna Einars. Samkvæmt heimildum DV óttast stuðningsmenn Einars að kjör Þórarins muni ýfa upp sár gamalla innanhússdeilna. Sumir hafa gengið lengra og sagst óttast að Þórarinn muni losa sig við Valgerði yfirlækni á Vogi og annarra, sér í lagi þeirra 57 sem undirrituðu yfirlýsingu gegn Þórarni og framboði hans.

Einn stuðningsmaður Einars tekur svo til orða: „Er Þórarinn Tyrfings­son orðinn að vanda SÁÁ?“ og heldur áfram:

Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi.

Kosið á morgun

Allt segist þetta fólk bera hag SÁÁ fyrir brjósti og því ljóst að hvernig sem aðalfundurinn fer á morgun verður áframhaldandi rekstur samtakanna tryggður, en jafnframt er ljóst að mikið ber á milli í áherslum og framtíðarsýn framboðanna. Það er því ljóst að á morgun verður sannarlega kosið um framtíð samtakanna.

Aðalfundur samtakanna er kl. 17:00 á morgun, 30. júní og verða fréttir fluttar af atkvæðagreiðslunni hér á DV. Atkvæði hafa allir félagsmenn SÁÁ sem mæta á fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu