fbpx
Miðvikudagur 25.nóvember 2020
Fréttir

Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 19:00

Rúnar Freyr og Bubbi hafa blandað sér inní baráttuna um framtíð SÁÁ. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan fyrir aðalfund SÁÁ sem fram fer á morgun fer vaxandi með hverjum klukkutímanum og nú fljúga ásakanir um óheiðarleika, kosningar og ritskoðun á milli fylkinganna tveggja sem hvor um sig styður sinn mann til formennsku. Hafa fylkingarnar skipst á skotum í aðsendum greinum í allan dag, eins og DV greindi frá. Gunnar Smári Egilsson ræddi jafnframt málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og sagði svo á Facebook síðu sinni að Þórarinn hafi blásið moldviðri upp í fjölda skipta.

Rúnar Gíslason, leikari og yfirlýstur stuðningsmaður SÁÁ samtakanna, skrifaði á Facebook síðuna Vinahópur SÁÁ að stuðningsmenn Þórarins væru að hringja í einstaklinga og lofa þeim aðild að samtökunum og kosningarétt á aðalfundinum á morgun. Slíkt væri brot á reglum samtakanna, enda lokar fyrir skráningar á kjörskrá viku fyrir aðalfund. Færslunni hans Rúnars var síðar eytt og er nú hvergi sjáanleg á síðunni lengur. Endurbirtir Rúnar hana í heild sinni í nýrri færslu:

 

Upphafleg færsla Rúnars var svohljóðandi:

Fyrir 6 dögum var lokað fyrir skráningar á félagaskrá SÁÁ, sem þýðir að þau sem skráðu sig fyrir þann tíma (og hafa greitt feálgsgjöld) geta kosið í stjórn félagsins á morgun, en ekki aðrir. Í dag hef ég heyrt tvö dæmi um að hringt sé í fólk, sem ekki er skráð í félagið, og því boðið að skrá sig í félagið núna gegn því að það kjósi Þórarin Tyrfingsson á morgun. Ef þessi loforð standa þá er um að ræða kosningasvindl. Þeir sem eru valdir til trúnaðarstarfa á fundinum verða að koma í veg fyrir svonalagað. Og þau ykkar sem fáið svona símtöl verðið að vita að þetta er brot á reglum. Annað var það nú ekki. Njótið dagsins félagar.

Einn þeirra sem svarar er Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu 97.7.

Þetta var ég líka búinn að heyra. Trúið því nú ekki og hélt um miskilning að ræða. En þetta heyrir maður nú úr nokkrum áttum. Fékk líka upplýsingar um hver það var sem hringdi. Þetta er verulega ljótt og óheiðarlegt.

DV heyrði í stuðningsmönnum Þórarins, þ.á.m. stjórnarframbjóðendum sem könnuðust ekki við málið og sögðu að slíkt væri óheiðarlegt. Sagði einn að „í kringum svona hasar fer sjálfsagt allskonar vitleysa í gang,“ og annar vildi meina að um væri að ræða hefðbundinn kosningahasar sem blæs yfir.

Af samtölum við stuðningsmenn beggja framboða að dæma, er ljóst að vilji er til þess að reyna að sætta þessar ólíku fylkingar að aðalfundi loknum, en eftir ramma baráttu sem þessa er það líklega hægara sagt en gert. Bubbi Morthens sagði t.d. í kvöld að hann hyggist ganga burt frá SÁÁ falli atkvæðin Þórarni í vil.

Skjáskot af Facebook

Kosið verður á morgun og ljóst að framundan er mikill hitafundur.

 

Uppfært 30.06 kl. 15:54

SÁÁ hefur sent eftirfarandi tilkynningu frá sér vegna fréttarinnar og er hún birt hér í heilu lagi:

Varðandi aðalfund SÁÁ í dag: Afrit af félagaskrá SÁÁ var tekið klukkan 17:00 þriðjudaginn 23. júní sl., allt samkvæmt lögum félagsins. Allir sem eru þar skráðir félagar í SÁÁ, geta mætt á aðalfund og kosið. Þeir sem enn skulda félagsgjaldið geta greitt við innganginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Móðir Ævars Annels biður hann um að gefa sig fram við lögreglu

Móðir Ævars Annels biður hann um að gefa sig fram við lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Stúlkan er fundin