fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

„Læðist að efi um hvort hún eigi erindi í pólitík“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í leiðara blaðsins í dag. Hann tekur fram að veturinn hafi verið erfiður og að ríkisstjórnin hafi þurft að grípa til aðgerða.

„Veturinn að baki var svo sannarlega óvæginn og harðdrægur. Stjórnmálin hafa ekki farið varhluta af því. Eins og hendi væri veifað lokaðist landið og fólk lokaði sig inni. Nær allur einkarekstur í uppnámi og tugir þúsunda misstu vinnuna að hluta, eða öllu leyti.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar létu á sér standa í fyrstu, en svo litu aðgerðapakkar dagsins ljós, einn af öðrum. Kynntar aðgerðir voru misgagnlegar, en settar fram í þeim tilgangi að deyfa höggið og reyna að koma í veg fyrir varanlegt tjón. Ýmislegt sem kynnt var sem bráðaaðgerðir hefur þó ekki komið til framkvæmda. Brúarlán, stuðningslán, lokunarstyrkir og einskiptis fjárstuðningur við fjölmiðla eru þar á meðal.“

Menntamálaráðherra sker sig úr

Jón minnist á nokkur mál ráðherrans frá því vetur og haust, til dæmis skipan í stöðu ráðuneytisstjóra og stuðning við fjölmiðla sem er hvergi sjáanlegur.

„Í þessum darraðardansi hefur ráðherra menntamála skorið sig úr í hópi ráðherra, fyrir klaufaskap og úrræðaleysi á viðkvæmum tímum. Sumt af því sem á borði ráðherrans var þennan vetur hefur ekki komist í verk, á meðan annað hefur verið framkvæmt þannig að eftirmál verða.

Ráðherrann skipaði í stöðu ráðuneytisstjóra og niðurstaðan var brot á jafnréttislögum.

Ráðherrann grófst fyrir um það hjá fjölmiðlum í vetur hvaða áhrif tugaprósenta samdráttur á auglýsingamarkaði hefði haft á rekstur þeirra. Niðurstaða þess var að kynna einskiptis stuðning við fjölmiðla, í því skyni að í landinu héldist upplýstur og fjölbreyttur fréttaflutningur. Þetta var í mars. Ekkert bólar á þeim stuðningi. Og úr því það er nefnt, þá bólar heldur ekkert á fjölmiðlafrumvarpinu sem um hefur verið rætt í mörg misseri.

Ráðherrann ákvað fjárstuðning við sumarnám í háskólum. Í framhaldi benti Félag atvinnurekenda á að útfærsla niðurgreiðslunnar væri ólögmæt og samkeppnishamlandi og bryti gegn samningi um EES.

Ráðherrann ákvað að einn helsti ráðgjafi hennar skyldi taka forsæti í fjölmiðlanefnd, en þó lá fyrir að annar kandídat, sem hafði verið boðið sætið, væri til þess hæfari. Ráðherrann hefur svo haldið áfram að nýta sér þjónustu þessa ráðgjafa og hefur Fréttablaðið upplýst að hann hafi þegið hátt á annan tug milljóna frá ráðuneytinu á starfstíma ráðherrans.“

Þá ræðir Jón um nýjan þjónustusamning við RÚV sem að hefur verið kynnntur án þess að vera undirritaður svo vitað sé til. Og þá minnir hann á að gildandi samningi við RÚV hafi ekki verið fullnægt og að ráðherra hafi ekki verið tilbúin að ræða það við Fréttablaðið.

„Ráðherrann kynnti nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið í ríkisstjórn í desember síðastliðnum. Þjónustusamningurinn kveður meðal annars á um tekjur stofnunarinnar og ráðstöfun þeirra til verkefna hennar. Samt hefur ekki verið undir hann ritað, svo vitað sé.

Fréttablaðið hefur fjallað um kaup Ríkisútvarpsins á verkum sjálfstæðra framleiðenda. Ekki ber á öðru en að sá þáttur fullnægi ekki skilyrðum sem sett eru í gildandi þjónustusamningi. Þetta hefur ráðherrann ekki fengist til að ræða við blaðið.“

„Ber þetta vott um verk- og ráðaleysi ráðherrans“

Að lokum talar Jón um væntanlega stefnu Lilju gagnvart einstaklingnum sem kærði skipan ráðuneytisstjóra. Hann spyr sig hvort að ráðherra sé á flótta frá fjölmiðlum og hvort að hún eigi erindi í pólítík.

„Verkleysið er þó ekki algert. Ráðherrann ætlar að stefna umsækjanda sem kærði skipan ráðuneytisstjórans til kærunefndar jafnréttismála, til ógildingar úrskurðar nefndarinnar um að ráðherrann sjálfur hafi brotið jafnréttislög. Það er fremur lágt ris á þeirri framgöngu.

Við bætist svo að ráðherrann er á flótta undan fjölmiðlum, sem vilja ræða þessi mál við hana.

Allt ber þetta vott um verk- og ráðaleysi ráðherrans og læðist að efi um hvort hún eigi erindi í pólitík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun