fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Fólk í sóttkví getur kosið en bara á furðulegan hátt

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem er í sóttkví vegna COVID-19 mun geta greitt atkvæði í forsetakosningunum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Umræddir einstaklingar munu geta kosið í Hlíðasmára 1 í Kópavogi á bílaplani sunnan megin við húsið. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um kosninguna. Unnt verður að greiða atkvæði milli kl. 15 og 18:30.

Atkvæðagreiðslan mun ekki fara fram með hefðbundnu sniði, en fólk mun þurfa að keyra á bíl inn í tjald þar sem að þeir munu skrifa á blað nafn þess frambjóðanda sem þeir vilja kjósa.

„Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni. Séu tveir kjósendur, sem eru í sömu sóttkví, saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo kjósandi greiði atkvæði án þess að nokkur sjái. Ekki mega fleiri en tveir saman í bíl og eingöngu tveir í þeim tilvikum þegar kjósandi getur ekki ekið sjálfur.

Kjósendur skulu hafa með sér eftirfarandi:

Skilríki til að sanna á sér deili

Blað þar sem kennitala kjósanda hefur verið skrifuð með stórum læsilegum tölustöfum

Blað og penna þar sem kjósandi skrifar nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra sem veitir kjósanda aðstoð við atkvæðagreiðsluna grein fyrir hvernig hann vill kjósa.“

Líkt og áður kemur fram geta þessir einstaklingar kosið á milli kl. 15 og 18:30. Kjósendur eru beðnir um að hafa í huga að atkvæðagreiðslan mun taka nokkurn tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun