fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íbúi hússins á Bræðraborgarstíg vandar eigandanum ekki kveðjurnar – Eigandinn hugsanlega ábyrgur

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. júní 2020 21:23

Skjáskot af útsendingu RÚV í kvöld. Sagði fertugur rúmenskur maður þar átakanlega sögu sína frá brunanum í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átakanleg frásögn Andor Tibor Vasile var birt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Andor er fertugur frá Rúmeníu og bjó þar til í gær á Bræðraborgarstíg 1. Andor var nýkominn heim af vakt á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur þegar hann varð var við eldinn sem þá logaði glatt á efstu hæð hússins og dreifði sér í áttina að honum. Andori var bjargað út um glugga með stiga en fékk reykeitrun og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Meðleigjandi Andors var með honum í glugganum og hugleiddu þeir saman á örlagaríkri stundu hvort þeir ættu að stökkva. Andor bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki og bíða þess í stað eftir aðstoð. „Það var erfiðast. Ég sagði honum að stökkva ekki, bíða í tvær mínútur. Hann sagðist eiga fjölskyldu. Ég sagði honum að ég ætti líka fjölskyldu. Hann sagðist eiga börn. Ég sagðist líka eiga börn.“ „Hjálp er á leiðinni“ sagði ég við hann, „tvær mínútur.“

Meðleigjandi Andors stökk út um gluggann.

Lífi Andors bjargað á síðustu stundu

Andor, sem vætt hafði bolinn sinn, tókst að bíða þar til stigi var reistur við gluggann. Tókst honum þá að klifra út úr brennandi húsinu. Af myndum að dæma mátti ekki miklu muna að verra færi fyrir Andor. Á blaðamannafundinum í dag þakkaði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sérstaklega hjálpsömu fólki sem kom samborgurum sínum til aðstoðar í gær

Andor sagðist hafa búið í húsinu í sex ár og ýmislegt hefur gengið þar á þeim tíma. Andor kannaðist að vísu ekki við að starfsmenn starfsmannaleigu hafi búið þar, en sagði aðbúnaðinn engu að síður slæman. Árið 2019 hafi íbúar hússins tekið sig saman og neitað að greiða leigu í átta mánuði vegna bilaðra lagna í húsinu. Fór þá svo að eigandi hússins hafi mætt með mann með sér og krafist þess að leigan yrði greidd, ellegar þyrftu þau að fara úr húsinu. Eigandinn hafi haft uppi ógnandi tilburði og maðurinn sem kom með eigandanum virtist hafa fenginn með til að hafa ógnandi áhrif. „Ég bað hann [eigandann] um að hætta að öskra því það hræddi mig ekki. Lagið þetta bara afþví að ég borga áttatíu þúsund [í leigu].“ Athygli vekur að Andor segir að 80.000 krónurnar sem hann greiðir mánaðarlega í leigu séu hálf mánaðarlaunin hans sem hann vinni mikið fyrir. Til þess að fá útborguð 160 þúsund krónur fyrir fulla vinnu þurfa mánaðarlaun mannsins að vera um 175 þúsund miðað við fulla nýtingu persónuafsláttar. Er slíkt auðvitað langt undir lágmarkslaunum.

Á meðan á bilun lagnanna stóð þurftu 20 manns að deila salerni og eldhúsi í húsinu.

Eigandinn er Kristinn Jón Gíslason

DV greindi frá því fyrr í dag að eigandi hússins sé félagið HD verk sem sé í eigu Kristinns Jóns Gíslasonar, gjarnan kallaður Diddi Rizzo.  Í kvöldfréttum RÚV kom einnig fram að þegar breytingar séu gerðar á húsnæði eða notkun hússins þá þurfi að sækja um nýtt byggingarleyfi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að vísbendingar væru um að Bræðraborgarstíg 1 hafi verið breytt umtalsvert frá síðustu samþykktu teikningum. „Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt,“ sagði Davíð.

Sagði Jón Viðar Matthíasson í viðtali í kvöldfréttatíma RÚV að umsókn um byggingaleyfi vegna svo veigamikilla breytinga á fasteign sé í höndum og á ábyrgð eiganda fasteignarinnar.

Lögreglan hefur einn mann í haldi grunaðan um íkveikjuna og kom fram á blaðamannafundi að málið sé rannsakað sem sakamál. Aðspurður hvort sakamálarannsókn lögreglu beindist að einhverju leyti að eiganda húsnæðisins, sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson að hann gæti ekki tjáð sig frekar um rannsókn lögreglu.

Andor býr nú hjá föðir sínum sem flutti nýverið til Íslands í atvinnuleit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala