fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fréttir

Dómur yfir George Floyd frá 2004 líklega rangur

Heimir Hannesson
Mánudaginn 22. júní 2020 17:30

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafn George Floyds hefur farið framhjá fæstum síðustu vikur og mánuði en nafn hans er og verður alltaf tengt við harðræði lögreglunnar í máli hans í Minnesota og mótmælaöldu sem gekk yfir Bandaríkin og vesturheim allan í kjölfar þess. George Floyd lést eftir afskipti lögreglu af meintri notkun Floyds á fölsuðum 20 dala seðli. Kann einhverjum að þykja það lítið sakarefni, en 20 bandarískir dalir jafngilda 2,771 íslenskum krónum.

Nú er rannsakað hvort George Floyd hafi áður verið fórnarlamb harðræðis lögreglu vegna lítilla sem engra saka.

Forsaga þess máls er sú að árið 2004 var George Floyd handtekinn vegna vörslu á smáræði fíkniefna og ætlaða dreifingu þess. Umrætt magn var 10 dala virði af kókaíni.  Lögreglumaðurinn sem handtók George Floyd hafði dulbúið sig sem fíkniefnaneytandi og keypt umrætt magn fíkniefna af Floyd sem leiddi til handtöku hans.

Upplogin sakarefni og enginn rökstuddur grunur

Umræddur lögreglumaður heitir Gerald Goines og liggur nú undir grun að hafa falsað handtökuskýrslur og logið sakaefni upp á fjölda einstaklinga. Segir New York Times að grunur hafi kviknað í kjölfar rannsóknar saksóknara á aðgerð Goines og kollega hans í lögreglu Houstonborgar í áhlaupi þeirra á hús í Houston. Lauk þeirri aðgerð með dauða tveggja svartra íbúa hússins. Annar þeirra var skotinn níu sinnum. Engar vísbendingar fundust í húsinu um meinta fíkniefnaneyslu eða dreifingu. Ennfremur reyndust gögn sem studdu grun sem notaður var til að afla leitarheimildar ýmist ekki til eða fölsuð.

Í kjölfar hörmulegra afleiðinga mislukkaðs áhlaups Goines og kollega hans í Houston, hófu saksóknarar rannsóknir á fyrri sakfellingum í málum Goines. Vakti sú rannsókn talsverðar eftirtektir íbúa Houston, enda hugsanlega um að ræða allt að 100 sakfellingar byggðar á framburði Goines eða sönnunargögnum sem hann aflaði. Saksóknarar í Houston flétta nú í gegnum allar rannsóknir og sakfellingar í málum Goins og vonast verjendur sakfelldra manna í málum Goines til þess að hægt verði að hreinsa nafn skjólstæðinga þeirra.

Eitt nafn sem kom upp í gömlum handtökuskýrslum Gerald Goines vakti sérstaka athygli saksóknara og almennings alls, George Floyd.

Líklegt að dómur verði ómerktur

Saksóknarar hafa þegar lýst því yfir að þeim þyki líklegt að lögreglumaðurinn hafi logið til um sakarefni Floyds og því hafi George Floyd setið saklaus í fangelsi í 10 mánuði. Segir saksóknarinn í málinu, Kim Ogg, að „samskipti hans [George Floyd] við a.m.k. tvo lögregluþjóna voru mjög neikvæð – ein leiddu líklega til rangrar sakfellingar og önnur til dauða hans í varðhaldi. Þetta er meira en tilviljun. Þetta er hræðilegt dæmi um hversu óheppilega sumir lögregluþjónar koma fram við karlmenn í minnihlutahópum. Ég held að húðlitur lögreglumanna sé ekki hið vandamálið. Ég held að menningin innan lögreglunnar sé hið raunverulega vandamál.“

Rannsókn málsins heldur áfram og af orðum saksóknara að dæma má vænta þess að George Floyd verði hreinsaður af þessum sökum. Eftir standa þó aðrir dómar, þar á meðal fyrir vopnað rán árið 2007 og fleiri dómar vegna vörslu og dreifingu fíkniefna.

New York Times sagði frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BYKO dregur úr eigin losun um 19%

BYKO dregur úr eigin losun um 19%
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sena boðar uppistand með grínista sem var sakaður um kynferðisofbeldi – „Er hægt að vera taktlausari?“

Sena boðar uppistand með grínista sem var sakaður um kynferðisofbeldi – „Er hægt að vera taktlausari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“