fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Nýjar vendingar í Benzin café-málinu – „Í agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina greindi DV frá því að lögreglan hefði verið kölluð til á Benzin café, Grensásvegi. Heimildarmaður DV hélt því fram að blóð hefði verið út um allt og að líklega hefði verið um slagsmál að ræða.

„Hann var bara of drukkinn og var að angra annað fólk og þá vísar starfsmaður honum út af staðnum. Og í einhverju agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt.“

Þetta segir Geir Gunnarsson, eigandi staðarins í samtali við DV. Hann segir að sú saga eigi ekki við nein rök að styðjast og að í raun hafi ekki verið um slagsmál að ræða. Honum þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um staðinn.

Sjá nánar „Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála

Geir segir að einn einstaklingur hafi verið ofurölvi og vísið frá staðnum. Starfsmaður hafi komið manninum út, en þegar að þangað var komið hafi hann skallað glerglas sem að olli því að mikið blóð lak frá höfði hans.

„Það var einhver hálfviti sem var búinn að angra allan staðinn og þegar að hann fór út braut bjórglas á enninu á sér og þess vegna kom þetta blóð. Það voru engin slagsmál eða leiðindi eða neitt vesen.“

Lögreglan og sjúkralið mættu á svæðið í kjölfar atviksins, en samkvæmt heimildum DV var einn einstaklingur færður í burtu á börum.

Geir þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um Benzin café sem hann segir vera til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu