fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Arnþrúður segir Reyni vera eignalausan mann sem hafi farið illa með líf fólks

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 18:00

Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem tilefni til nýs meiðyrðamáls á milli Arnþrúðar Karlsdóttur, úvarpsstjóra hjá Útvarpi Sögu, og Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, hafi nú gefist, ef texti í bókun við gerðarbeiðni Sýslumanns getur á annað borð orðið að meiðyrðum. Arnþrúður var dæmd fyrir meiðyrði í garð Reynis í Héraðsdómi Reykjavíkur í vetur vegna ummæla sem hún lét falla um hann á Útvarpi Sögu.

Í bókun sem Arnþrúður gerði við svokallaða löggeymslugerð sem gerð hefur verið í kjölfar áfrýjunar málsins til Landsréttar, segir Arnþrúður að Reynir sé talinn vera eignalaus og auk þess lætur hún þar falla ummæli sem eru nokkuð í sama anda og ummæli sem hún var dæmd fyrir í vetur, en hún segir:

„Dómsmálið E2430/2019 sem nú hefur verið áfrýjað til Landsréttar fjallar einmitt um hversu ósvífinn gerðarbeiðandi er og hvers illa hann hefur leikið tilveru fólks.“

Var dæmd til að greiða Reyni miskabætur

Í febrúar á þessu ári var Arnþrúður Karlsdóttur dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Reyni í útsendingum á Útvarpi Sögu. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli, eftirfarandi:

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“

„Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“

Krafist tryggingar fyrir skuldinni

Eftir dóminn sat því Arnþrúður uppi með 1,4 milljóna króna kostnað. Hún áfrýjaði málinu til Landsréttar en í millitíðinni vill Reynir hafa tryggt að hún sé borgunarmaður fyrir skuldinni og lagði fram beiðni um löggeymslugerð til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar er þess krafist að tekið verði til löggeymslu svo mikið af eignum Arnþrúðar að nægi til tryggingar kröfu að fjárhæð rúmlega 1,4 milljónir.

Arnþrúður mótmælti gerðinni og lagði fram bókun þar að lútandi sem hér hefur verið vikið að. Úrskurðað var að gerðinni skyldi fram haldið og lagði Arnrþrúður þá fram fjárhæðina sem tryggingu og gerðinni var þar með lokið.

Í bókun sinni benti Arnþrúður á að hún væri sannarlega ekki eignalaus og Útvarp Saga væri ekki í vanskilum heldur rekin með hagnaði og Reynir hefði ekki sýnt fram á með nokkrum hætti að hún væri ekki borgunarmaður fyrir fyrir miskabótunum og málskostnaðinum. Reynir væri hins vegar talinn eignalaus. Það mun ekki vera rétt því Reynir er meðal annars skráður eigandi að fasteign og eignarhlut í fjölmiðlinum Stundin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu