fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Skipstjórinn enn reiður Helga – „Notar frægð sína og áhrif til að troða niður í svaðið unga konu“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja heldur áfram að gagnrýna rannsóknarblaðamanninn Helga Seljan í pistlaskrifum sínum. Í upphafi mánaðar skrifaði hann pistilinn Ritsóðinn Helgi Seljan og nú er komið framhald, Ritsóðinn Helgi Seljan IIBáðir pistlar haf birst á Vísi.

Sjá einnig: Skipstjóri hjá Samherja hjólar í Helga Seljan – „Ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum“

Páll telur að hegðun Helga á samfélagsmiðlum brjóti á bága við siðareglur RÚV. Hann telur að markmið Helga sé að ögra yfirmönnum sínum.

„Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, heldur áfram að níða skóinn af fólki á samfélagsmiðlum jafnvel þótt ítrekað hafi verið færð rök fyrir því opinberlega að hann hafi brotið siðareglur Ríkisútvarpsins með skrifum sínum á Facebook og Twitter.

Mér hefur verið bent á að Helgi hafi haldið uppteknum hætti frá því ég birti síðustu grein mína um sama efni. Þetta virðist hann hafa gert í þeim tilgangi að ögra yfirmönnum sínum á RÚV og almenningi sem hefur ekkert val um greiðslur til stofnunarinnar. Mér var jafnframt bent á ýmis skrif Helga á samfélagsmiðlum, til viðbótar við þau sem ég hafði áður nefnt, sem gætu falið í sér brot á siðareglum Ríkisútvarpsins.“

Segir almenna notendur Ríkisútvarpsins furða sig á vegferð Helga

Páll vill meina að hann sé ekki sá eini sem sé ósáttur með Helga. Hann segir að þar á meðal séu almennir notendur ríkisútvarpsins.

„Ég er ekki sá eini sem hef vakið athygli á gagnrýnisverðri framgöngu Helga Seljan á samfélagsmiðlum enda gerði fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins það í pistli hinn 12. janúar síðastliðinn. Einnig hafa almennir notendur Ríkisútvarpsins furðað sig á skrifum Helga og velt því fyrir sér á hvaða vegferð hann er.“

Páll heldur því fram að Helgi ráðist ítrekað að einstaklingum, fyrirtækjum og stjórnmálamönnum. Hann birtir ansi langan lista yfir tilvik þar sem að honum finnst að Helgi hafi hagað sér á ósæmilegan hátt. Um er að ræða 22 atriði sem Páll segist hafa fengið ábendingar um. Atriði Páls eiga við um færslur Helga á samfélagsmiðlum, flest þeirra varða stjórnmál og aðra fjölmiðla.

„Notar frægð sína og áhrif til að troða niður í svaðið unga konu“

Seinasta dæmið sem Páll nefnir varðar mál Helga og áhrifavaldsins Línu Birgittu, sem DV fjallaði um.

„Í lok þessarar samantektar má halda því til haga að það eru ekki eingöngu stjórnmálamenn, fyrirtæki og stjórnendur þeirra sem eru í skotlínu Helga Seljan á samfélagsmiðlum. Daginn eftir að síðasti pistill minn birtist fann Helgi sig knúinn til að ráðast á ungan hönnuð og áhrifavald, Línu Birgittu Sigurðardóttur, fyrir það eitt að koma hönnun sinni á framfæri í útlöndum. Lína Birgitta hafði greint frá því að tískutímaritið Vogue hefði fjallað um lítið íþróttavörumerki hennar og voru það nokkur tímamót fyrir hinn unga hönnuð. Helgi Seljan birti þá færslu á Twitter þar sem hann sagði að Lína Birgitta hefði borgað fyrir plássið í Vogue og birti skjáskot af vef tímaritsins sem hann taldi styðja þá fullyrðingu! Mér var bent á að Helga hafi ekki fundist nóg að birta þetta fyrir framan rúmlega 10 þúsund fylgjendur sína á Twitter því hann skrifaði líka um þetta á Facebook. Þau eru drjúg og mikilvæg dagsverkin hjá fréttamanni Ríkisútvarpsins. Þeir eru jafnt stórir sem smáir sem fá að finna fyrir réttlætisvendinum mikla sem Helgi Seljan sveiflar á netinu. Það er hins vegar ekki mikið göfuglyndi eða karlmennska fólgin í því að nota frægð sína og áhrif til að troða niður í svaðið unga konu sem er að reyna að koma hönnun sinni á framfæri.“

Sjá einnig: Helgi segir að Lína hafi borgað fyrir plássið í Vogue – Lína svarar

„Helgi Seljan mokar skít alla daga

Páll segir að algóritmi samfélagsmiðla útskýri meinta „þvælu“ í Helga, þar sem að virkni verðlauni notendur.

„Fróðir menn segja að algóritmar samfélagsmiðlanna séu þannig hannaðir að þeir verðlauni mikla virkni því færslurnar verði þá meira áberandi hjá nýjum fylgjendum. Meiri virkni skili þannig fleiri fylgjendum og meiri „vinsældum.“ Það þurfi því stöðugt að fóðra vélina til að fá fleiri fylgjendur. Þannig verði þetta að hringrás þar sem notendur upplifi að þeir þurfi stöðugt að setja eitthvað nýtt efni inn, sama hversu lítið vit er í því. Þetta skýrir auðvitað ágætlega alla þá þvælu sem þrífst á samfélagsmiðlunum sem eru hálfgerðar eilífðarvélar tilgangsleysis.“

Að mati Páls er það athyglissýki Helga sem ræður för, hann sé að reyna eins og hann getur að fá viðurkenningu frá öðrum.

„Þeir sem eru duglegir á samfélagsmiðlum hafa augljóslega mikla þörf fyrir athygli og viðurkenningu. Og Helgi Seljan mokar skít alla daga á Internetinu að því er virðist í þeirri viðleitni að fá athygli og viðurkenningu meðborgara sinna. Það eru þó ekki allir, sem skrifa á Facebook og Twitter, fastir í rotþró veraldarvefsins eins og Helgi Seljan.“

Spyr sig út í geðheilsu Helga

Að lokum spyr Páll sig út í geðheilsu Helga. Þá segir hann að Helgi sýni almenningi og vinnuveitendum sínum virðingarleysi. Þá finnst honum skrýtið að útvarpsstjóri grípi ekki i taumana.

„Velta má fyrir sér lundarfari og andlegri líðan þess sem gengur fram á samfélagsmiðlum með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Það er kannski verkefni fyrir aðra en skipstjóra sem hefur ekki sérþekkingu á geðheilbrigði. Óháð vangaveltum um ástæður skrifanna er þó ljóst að þau eru dapurlegur vitnisburður um stjórnleysi þess fréttamanns sem á í hlut. Helgi Seljan hefur sýnt vinnuveitendum sínum og almenningi virðingarleysi enda eiga bæði Ríkisútvarpið og notendur þess þá réttmætu kröfu að hann gæti hlutleysis sem fréttamaður og virði þær reglur sem honum er gert að starfa eftir. Það er hins vegar ákveðið umhugsunarefni að Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra, virðist vera slétt sama þótt einn af starfsmönnum stofnunarinnar brjóti ítrekað reglur hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“