fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 07:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem leitað hefur verið að, við Laxá í Aðaldal, frá því rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi fannst látinn í ánni laust fyrir kl. 3 í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Dánarorsök eru ekki ljós að svo stöddu en leitað hafði verið af manninum í kjölfar þess að hann skilaði sér ekki eftir að skipulögðu veiðitíma lauk kl. 22 í gærkvöldi.

Á facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra kemur eftirfarandi fram:

Eins og við greindum frá fyrr í nótt þá hófst leit að manni við Laxá í Aðaldal um miðnætti og höfðu björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi verið kallað út til leitar ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Laust eftir kl. 03:00 fannst maðurinn, sem leitað var að, látinn í ánni skammt frá þeim stað sem síðast var vitað um ferðir hans. Ekki er vitað um dánarorsök að svo stöddu.

Lögreglan vill þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir þeirra störf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“