fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

George Floyd málið -Samstöðumótmæli á Austurvelli á miðvikudag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 14:01

George Floyd lést eftir að lögregla kraup á hálsi hans í yfir sjö mínútur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stendur að hafa samstöðusamkomu á Austurvelli klukkan 16:30 á miðvikudaginn vegna máls George Floyd, svartur maður sem lést eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis í Bandaríkjunum. Málið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum, sem og víðar í heiminum, og þykir sýna skýrt að líf svartra einstaklinga í Bandaríkjunum skiptir lögreglu minna máli en líf hvítra. George var grunaður um að hafa reynt að greiða fyrir vörur í verslun með fölsuðum peningaseðli, brot sem felur ekki í sér valdbeitingu eða ofbeldi, og því sætir furðu að lögregla hafi gengið fram með slíku offorsi að það leiddi til mannsláts.

Málið hefur vakið mikla athygli hér á Íslandi og nú hefur verið boðað til samstöðufundar á Facebook. Þar segir:

„Í samstöðu við svarta bræður okkar og systur í Bandaríkjunum ætlum við að koma saman á Austurvelli til að mótmæla kerfi sem byggir á yfirburði hvítra og ítrekað myrðir svart fólk. Það er mikilvægt að stuðningsmenn sýni stuðning í verki á þessum tíma til að vernda svart fólk, tryggja öruggt rými fyrir alla og veita svörtum röddum að heyrast. Jeffrey Guarino og Asantwea Feaster stýra viðburðinum. Samkoman mun hefjast á því að upp verða lesin nöfn þeirra svörtu einstaklinga sem hafa verið myrtir af lögreglumönnum, síðan verður sjö mínútna þögn því það var sá tími sem það tók að myrða George Floyd. Það verða ræðumenn sem munu ræða um hugmyndafræðina um yfirburði hvítra, kerfisbundna notkun á lögreglu til að undiroka svarta og hvernig þú getur nýtt forréttindi þín sem hvítur einstaklingur til að vernda svarta einstaklinga. Samkomunni mun ljúka á hugvekju frá Asantwea Feaster

Við biðjum um að þú komir með andlitsgrímu og virðir tveggja metra reglu þar sem þú getur. Ef fjöldi mættra fer yfir 200 einstaklinga þá biðjum við stuðningsmenn að fara yfir götuna til að fækka fjöldanum á Austurvelli, þú getur sýnt stuðning og samt gætt að öryggi þínu og annara“ 

[Blaðamaður þýddi úr ensku]

Síðu viðburðarins má finna hér

Andlát George Floyd náðist á nokkur myndbönd þar sem agndofa vegfarendur tóku upp síma sína til að mynda athæfi lögreglu. Heyra má á myndböndum að sjónarvottar biðja lögreglu ítrekað að sleppa af honum takinu og benda lögreglumönnum á að að George geti ekki andað. Lögreglumaðurinn sem bar ábyrgð á dauða George hefur verið handtekinn fyrir verknaðinn. Víða er nú mótmælt í Bandaríkjunum og hafa miklar óeirðir átt sér stað. Algjört útgöngubann er nú í gildi í Minneapolis og hefur þjóðvarnarlið verið virkjað í 26 fylkjum Bandaríkjanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu