fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Rúta brann í Blágskógabyggð í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. maí 2020 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kviknaði í rútu sem merkt er Arctic Adventure í Bláskógabyggð um kl. 13 í dag. Rútunni var lagt í vegkant og var kerra fyrir flúðasiglingabáta fest aftan í hana.

Vegfarandi, sem sendi DV myndir frá atvikinu, segir að skyndilega hafi komið upp  mikill reykur og eldur í kjölfarið. Brann rútan til kaldra kola. Slökkvilið kom á vettvang um hálftvöleytið og slökkti í glóðum sem enn loguðu.

Rútan var mannlaus er eldurinn kom upp. Telur vegfarandinn að hún hafi verið á leið að bátahúsinu Drumbó er hún bilaði og hafi hún þá verið yfirgefin.

Ekki náðist í Arctic Adventures við vinnslu fréttarinnar né lögregluna á Suðurlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga