fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir barnaníðingi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. maí 2020 17:10

Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Lee Bellere var í dag í Landsrétti dæmdur í óskilorðsbundið 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku, en Anthony er sjálfur á 54. aldursári. Anthony var sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots, hótun, áfengislagabrot og brot gegn barnaverndarlögum. Inni í dómnum var líka refsing fyrir umferðarlagabrot.

Til meðferðar var áfrýjaður dómur Héraðsdóms þar sem Anthony hafði verið dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir þessi brot. Í héraðsdómi var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur til að greiða stúlkunni 600.000 þúsund krónur í miskabætur. Dómur héraðsdóms heldur sér að öðru leyti en því að fangelsisrefsingin er lækkuð um fjóra mánuði.

Anthony hafði ekki samræði við stúlkuna en sendi henni klámfengin skilaboð í gegnum Facebook, sem og klámfengnar myndir. Villti hann á sér heimildir og þóttist vera unglingspiltur. Tefldi hann fram mynd af unglingi sem mynd af sér. Með því að villa á sér heimildir varð hann sér einnig úti um nektarmyndir af stúlkunni. Anthony gerðist einnig sekur um að útvega stúlkunni áfengi.

Dómur héraðsdóms í málinu féll fyrir rúmu ári síðan og birtist þar fjöldi skilaboða sem Anthony sendi stúlkunni og bera þau mörg með sér ákafar tilraunir til að hitta stúlkuna og hafa við hana samræði. Anthony reyndi ítrekað að fá stúlkuna til að hafa við sig mök og lagði til að hún greiddi fyrir áfengið með kynlífi. Einnig gerðist hann sekur um hótanir í garð stúlkunnar.

Brotin voru framin á árinu 2017.

Langur sakaferill og alvarleg kynferðisbrot

Anthony Lee Bellere á langan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 1983. Framan af einkennist sá ferill af auðgunar- og umferðarlagabrotum. En á seinni árum hefur Anthony gerst sekur um mörg alvarleg kynferðisbrot.  Árið 2008 var hann dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á árunum 2005-2006. Þá voru stúlkurnar tólf til sextán ára. Hæstiréttur Íslands þyngdi dóminn í fimm ár.

Árið 2017, sama ár og Anthony gerðist sekur um þau afbrot sem hér eru til umfjöllunar, gekk hann í tálbeitugildru DV þar sem hann taldi sig vera að fara að hitta 14 ára stúlku og hafa við hana samræði.

Sjá einnig: Myndband þegar dæmdur nauðgari ætlaði að hitta Sigrúnu Ósk 14 ára

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“