fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fréttir

Ekki ljóst hvernig brugðist verður við biðlistum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki tekið neinar ákvarðanir um hvernig brugðist verður við biðlistum eftir aðgerðum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Landspítalinn og einkareknar stofur bíða eftir ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að forsvarsfólk Orkuhússins og Klíníkurinnar segist reiðubúið að hjálpa til við að stytta biðlistana en óvissa ríki um aðkomu fyrirtækjanna.

Aðgerðum á Landspítalanum fækkaði um 1.000 á fyrstu fjórum mánuðum ársins vegna COVID-19 faraldursins. Þetta svarar til 18% fækkunar miðað við sama tíma í fyrra. Á sama tíma bættust 190 manns við biðlista eftir aðgerð.

„Það sýnir að fólk hefur ekki verið að komast á biðlistana, því flestar göngudeildir lágu niðri.“

Hefur Fréttablaðið eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans.

Um 4.000 manns bíða nú eftir aðgerðum á Landspítalanum og hefur fréttablaðið eftir Vigdísi Hallgrímsdóttur, forstöðumanni skurstofu- og gjörgæslukjarna, að ljóst sé að sá listi muni lengjast á næstunni og er Páll sammála því.

„Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að þeir sem héldu í sér eða komust ekki í mat vegna þarfar á aðgerð í þessari farsótt eigi eftir að skila sér. Þannig að það má gera ráð fyrir því að það bætist aðeins við biðlistana.“

Er haft eftir honum. Hann sagði tvo kosti aðallega koma til greina ef stytta á bið eftir aðgerðum.

„Það er alveg ljóst að eitthvað þarf að gera. Það getur annaðhvort verið að fela okkur að fá aukna fjármuni til að skala upp starfsemina eða að fela okkur verkefnið en að við gætum þá útvistað hluta af því. Það er einföld lausn og svigrúm er til þess í núverandi heilbrigðislögum. Þannig að það er alveg möguleiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Mótmæla lokun og segja rök Áslaugar ekki halda vatni

Mótmæla lokun og segja rök Áslaugar ekki halda vatni