fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Segir að COVID-19 prófið fyrir ferðamenn verði að vera ókeypis fyrir þá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hannesson, fjármálastjóri Tröllaferða, segir nauðsynlegt að ferðamenn þurfi ekki að bera kostnaðinn af skimun fyrir COVID-19 á Keflavíkurflugvelli þegar boðið verður upp á slíkt (eða framvísun heilbrigðisvottorðs) í stað tveggja vikna sóttkvíar, frá og með 15 . júní.

Skimunin er nokkuð dýr, líklega er kostnaðurinn á hvert sýni um 27.000 krónur. Skiptar skoðanir eru um hvort íslenska ríkið eða ferðamennirnir eigi að bera kostnaðinn en það er alveg skýrt í huga Heimis, eins og kemur fram í grein eftir hann á Vísir.is í dag:

„Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margfalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna.“

Atvinnuleysisbætur séu miklu dýrari fyrir samfélagið en skimun ferðamanna og það sé allt til þess vinnandi að fá ferðamenn inn í landið til að minnka atvinnuleysið í ferðaþjónustunni.

Heimurinn er að opna

Heimir er bjartsýnn á að ferðaþjónustan geti risið upp á ný ef rétt er að málum staðið. Gífurlega mikilvægt atriði í markaðssetningu landsins sé að gefa skýr skilaboð um að skimunin sé gjaldfrjáls. Gefum Hannesi orðið:

„Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð!

Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum.“

Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus