fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Kosningabarátta Guðna á Facebook: Engir peningar í spilinu

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 26. maí 2020 13:40

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Waage markaðsmaður er einn þeirra sem flykkjast að baki núverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Facebook hópurinn Stuðningsfólk Guðna Th. telur ríflega 4000 manns en hópurinn var upprunalega stofnaður í kringum framboð Guðna 2016 en snarlifnaði við síðasta sunnudag.

„Það fór allt á stað á sunnudaginn eftir Silfrið,“ segir Sveinn en hann gekk til liðs við framboðið í síðustu kosningum í gegnum sameiginlega vini en hann er einn fjögurra stjórnenda Facebookhópsins. Bróðir Guðna, Jóhannes er einnig stjórnandi í hópnum.

Það sem þú sérð er það sem þú færð

„Þetta er í raun mjög heimilislegt. Við erum ekkert að leggjast yfir neina ritstjórnastefnu. Við erum málefnaleg og hafin yfir leiðindi. Það er eina stefnan. Með Guðna er það þetta einfalt, það sem þú sérð er það sem þú færð,“ segir Sveinn.

Sveinn Waage er dyggur stuðningsmaður Guðna Th.

Hann segir enga peninga vera í spilinu. Allir séu í sjálfboðastarfi og í raun séu þetta bara vinir að hjálpast að.  „Allt sem við gerum á samfélagsmiðlum er „organic“. Það er ekki skrifstofa eða verið að setja neina fjármuni í framboðið. Það eru engir peningar í spilinu, enginn á launum og engar borgaðar birtingar. Ekki ein einasta. Þetta fer allt fram á netinu og er mjög minimalískt,“ segir Sveinn sem segir að meðbyrinn sé mikill með Guðna og það sé bjart yfir.

Lygasaga um sjoppurán

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga er kominn í hópinn, til að mynda Edda Björgvinsdóttir leikkona, Vala Matt fjölmiðlakona og Óðinn Jónsson almannatengill. Þá slær fyrrverandi Fóstbróðirinn Þorsteinn Guðmundsson á létta strengi í grúppunni: „Þetta mætti nú vera aðeins meira spennandi kosning. Er ekki hægt að koma af sögu um Guðna til að gera þetta jafnara? Að hann hafi rænt sjoppu eða stolið sláttuvél. Ekkert of alvarlegt en nóg til að hleypa lífi í kosningabaráttuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Björguðu bát í vanda
Fréttir
Í gær

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr vírus sem gæti orðið að heimsfaraldri fannst í Kína

Nýr vírus sem gæti orðið að heimsfaraldri fannst í Kína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur

Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveimur leikjum hjá Fylkiskonum frestað

Tveimur leikjum hjá Fylkiskonum frestað