fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sögulegur fundur Almannavarna – Alsvart í beinni útsendingu

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 14:35

Áslaug Arna fipaðist ekki enda stutt í brosið á þessum sögulega fundi - og síðasta í bili.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti upplýsingafundur Almannavarna vegna COVID 19 var haldin í dag kl 14.  Fundurinn verður að steljast sögulegur þar sem hann er sá síðasti í fundarröð Almannavarna frá því um miðjan mars.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. Gestir fundarins voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Sú óvænta tæknibilun átti sér stað er Áslaug Arna var að þakka þríeykinu fyrir vel unnin störf að ljósin slökknuðu svo alsvart varð í beinni útsendingu.  „Og nú slokknuðu ljósin,“  sagði hún og hló og var fljót að slá á létta strengi. „Þessi tæknibilun sýnir það og sannar að þetta er að verða búið,“ sagði Áslaug með björtu brosi.

Áður en atvikið varð sagði Áslaug Arna að síðustu vikur hefðu tekið á.  „Undanfarnar vikur höfum við fengið að upplifa eitthvað sem engum hefði dottið í hug. Ég gat ekki knúsað litlu systur, enginn gat haldið fermingarveislur eða stúdentsveislur. Við eigum áfram einhvern náinn sem telst í meiri áhættu og við þurfum því áfram að vanda okkur. Þekkjum það öll að hafa fundið fyrir einhverjum ótta síðustu vikur en hann hefur þó ekki stjórnað. Það hefur verið aðdáunarvert hvernig brugðist hefur verið við. Af yfirvegun og skynsemi. Hvernig við bregðumst við mótlæti segir mikið til um okkur sjálf.  Það er merkilegt að sjá þennan samtakamátt. Allir hafa vilja, til að leggja sitt af mörkum, þannig höfum við náð árangri til þessa og náum áfram. Þakka þarf mjög mörgum,“ segir Áslaug og taldi upp helstu starfstéttir auk þríeykisins.

Fundurinn var með óhefðbundum hætti að því leyti að áberandi létt var yfir fólki enda loksins kominn tími til að slaka örlítið á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt