fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vesturbyggð rukkar fasteignagjöld af sumarbústað sem brann til kaldra kola

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. maí 2020 10:31

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturbyggð rukkar inn fasteignagjöld af brunarúst, sumarbústað sem brann til kaldra kola í ágúst árið 2019. Meðfylgjandi myndir eru af brúnarústunum og kann það að koma einhverjum sérkennilega fyrir sjónir að borga þurfi fasteignagjöld af rjúkandi rústum. En í bréfi frá Vesturbyggð til eigenda segir:

„Á meðan undirstöður hússins standa og jarðrask ekki afmáð, verður byggingarstigi eignarinnar ekki breytt og reiknuð fasteignagjöld á eignina í samræmi við fasteignamat sem Þjóðskrá Íslands gefur út.

Samþykkt var á fundi matsnefndar fasteignagjalda að fella niður umhverfisgjald á eignina og verður fasteignagjaldið endurreiknað…“

Undir bréfið ritar sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar, en álagning fasteignagjalda er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar. Það mun væntanlega koma í ljós síðar hvort yfirfasteignamatsnefnd er sammála þessu mati Vesturbyggðar en kærufrestur er þrír mánuðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala