fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fréttir

Þrettán var sagt upp á föstudag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. maí 2020 20:30

Mynd: Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvofandi uppsagnir á starfsfólki mötuneytis Seltjarnarnesbæjar gengu eftir á föstudag en þá fengu 13 manns uppsagnarbréf. Margir af þeim eru með langan starfsaldur, t.d. þekkir DV dæmi um konu með 18 ára starfsaldur í mötuneytinu.

Seltjarnarnesbær ákvað að bjóða út allan mötuneytismat á vegum bæjarins en þar kveður mest að mat fyrir nemendur í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og Leikskóla Seltjarnarness. Einnig sér mötuneyti bæjarins kennurum og öðru starfsfólki skólanna fyrir mat, sem og öðru starfsfólki bæjarins.

Sá aðili sem hlaut verkefnið er fyrirtækið Skólamatur.

Ástæðurnar fyrir þessari ráðstöfun eru taldar vera tvíþættar, annars vegar nauðsyn á hagræðingu í rekstri bæjarfélagsins og hins vegar þörf fyrir meiri fjölbreytni. DV fjallaðí um málið í síðustu viku og ræddi við Sigrúnu Eddu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrsta varaforseta bæjarstjórnar og formann skólanefndar Seltjarnarness:

„Þetta snýst fyrst og fremst um að auka fjölbreytni í matnum og við gátum ekki uppfyllt óskir þar um í núverandi fyrirkomulagi. Til dæmis er fólk sem kýs að fá grænmetisrétti og það hefur ekki verið hægt hingað til. Þetta er bara eins og gert er á fjölmörgums stöðum, við kjósum að fá matinn aðsendan.“

Sjá einnig: Miklar uppsagnir yfirvofandi á Seltjarnarnesi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mikil ólga Í Grindavík vegna birtingar ofbeldismyndbands

Mikil ólga Í Grindavík vegna birtingar ofbeldismyndbands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brooklyn Beckham trúlofaður: „Ég bað sálufélaga minn um að giftast mér og hún sagði já!“

Brooklyn Beckham trúlofaður: „Ég bað sálufélaga minn um að giftast mér og hún sagði já!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés Indriðason er látinn

Andrés Indriðason er látinn