fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fréttir

Lögregla lýsir eftir vitnum að líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. maí 2020 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi auglýsir eftir mögulegum vitnum að líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan Lyfju á Selfossi um kl. 13:00 í dag, sunnudaginn 24. maí.

Þar er karlmaður á fertugsaldri talinn hafa orðið fyrir árás annars manns sem sagður er hafa slegið þolandann með einhverju áhaldi í höfuðið með þeim afleiðingum að hann er kinnbeinsbrotinn. Meintur gerandi er talinn hafa farið á brott í bíl strax eftir árásina.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við 112 og biðja um samband við varðstjóra á Selfossi, eða senda tölvupóst á netfangið 1309@tmd.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn