fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Fréttir

Auðveldara en áður að hækka verð og okra á viðskiptavinum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 21. maí 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendur þurfa að vera vel vakandi á næstunni þar sem mikil hreyfing er á verði á markaði, bæði til hækkunar og lækkunar. Verðlagseftirlit ASÍ hefur að undanförnu fengið tilkynningar um verðhækkanir hjá bæði mat- vöruverslunum, birgjum og framleiðendum og hafa ýmsar vörur hækkað allduglega. Fall krónunnar hefur vissulega haft áhrif en þó eru dæmi um að gengisfallið sé hreinlega notað sem skálkasjól fyrir verðhækkanir.

Þetta er fyrsti hluti af þremur í úttekt helgarblaðs DV á nýlegum verðhækkunum og breytingum á markaði.

Fyrirtæki þurfa að sýna ábyrgð

„Þessar miklu sveiflur rugla neytendur í ríminu og gera fólki erfiðara fyrir. Það eru hækkanir og lækkanir á víxl, sem ruglar mjög verðvitund fólks,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.

Alþýðusambandið hefur beint þeim tilmælum til fyrirtækja að sýna ábyrgð og halda aftur af verðhækkunum við þær aðstæður sem nú eru uppi og koma þannig í veg fyrir frekari verðbólgu og efnahagslega óvissu sem kemur illa niður bæði á heimilum og fyrirtækjum.

Auður Alfa Ólafsdóttir. Mynd/Aðsend

„Við höfum verið að fá svolítið af tilkynningum um verðhækkanir, bæði í matvöruverslunum og hjá birgjum og framleiðendum. Það eru ýmsar vörur að hækka allduglega. Mest af því eru innfluttar vörur, þó að það sé ekki algilt,“ segir Auður Alfa.

Í tilkynningu ASÍ í mars kom fram að nauðsynlegt væri að beina því til söluaðila að gengislækkun ein og sér leiði ekki sjálfkrafa til samsvarandi verðhækkana þar sem mun fleiri þættir hafa áhrif á verðlag innfluttra vara. Fram kom að samkeppni á markaði minnkar þar sem verslun færist yfir á færri aðila og tækifæri neytenda til að veita aðhald minnkar. Í slíkri stöðu er auðveldara en ella fyrir fyrirtæki að hækka verð og okra á viðskiptavinum.

Kjötið hækkar

Auður Alfa nefnir dæmi um ónefnt fyrirtæki sem fór á hausinn og í kjölfarið keypti annað fyrirtæki lagerinn, hækkaði verðið á vörunum og kenndi gengisfallinu um.

Auður Alfa nefnir líka dæmi um nýlegar hækkanir á íslenskri kjötvöru. „Einhverjir tala um að hækkanir á kjöti séu tilkomnar vegna þess að það séu framleiðsluvörur sem þarf að panta að utan og hafa hækkað í verði, svo tala einhverjir um að það þurfi að breyta skipulagi í tengslum við fjarlægðartakmarkanir og þess háttar, og einhverjir nefna launakostnað.“

Auður Alfa tekur fram að hjá mörgum íslenskum framleiðendum hafi verð staðið í stað, sem sé jákvætt. Hún bendir jafnframt á að þó svo að gengi krónunnar hafi veikst séu aðrir þættir sem spila inn í verðlag hér á landi.

„Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað gríðarlega og lækkun á hráolíuverði hefur áhrif á verð matvöru. En samt erum við ekki að sjá þessar lækkanir koma fram að fullu hér á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harkalegur árekstur í miðbænum

Harkalegur árekstur í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf