fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Fréttir

Davíð nefnir „risavaxinn“ galla við það að Íslendingar ferðist innanlands í sumar

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna skrifaði pistil sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Þar ræddi hann um ferðasumarið sem er fram undan, en búist er við því að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands.

„Það virðast allir sem vettlingi geta valdið ætla að ferðast innanlands í sumar. Sem er viðeigandi því stundum þarf maður að vera með vettlinga á Íslandi um hásumar. Það er hið best mál þótt það sé ljóst að það dugi hvergi nærri til að vega upp á móti hruni í komu ferðamanna.“

Davíð segir að einn hængur verði á þessu fyrirhugaða ferðasumari og það séu kvörtunargjarnir Íslendingar sem munu láta verð á hinum ýmsu hlutum fara í taugarnar á sér.

„Ég sé bara einn galla við þessi áform, og hann er reyndar risavaxinn. Þess er þá ekki langt að bíða að hneykslunargjarnt fólk á samfélagsmiðlum byrji að kvarta yfir því hvað einhver tertusneið kostaði á einhverjum veitingastað í einhverju plássi út á landi. Áður en til þess kemur er ágætt að hafa nokkur atriði í huga.“

Hann telur að eðlilegt sé að kökusneiðar verði dýrar næsta sumar vegna aðstæðna á Íslandi og að enginn muni ríða feitum hesti sama hversu margar kökusneiðar seljist.

„Í fyrsta lagi eru laun há á Íslandi. Launahlutfallið, þ.e. hlutfall verðmætasköpunar sem skilar sér til launafólks, er hærra en í nokkru þróuðu ríki. Þá eru meðaltekjur þær þriðju hæstu í heimi. Í öðru lagi eru skattar háir á Íslandi. Skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru þær aðrar til þriðju hæstu í heimi. Í þriðja lagi er vert að hafa í hug að stærstu hluti tekna ferðaþjónustunnar kemur yfir sumarið, einkum úti á landi. Það þarf hins vegar að greiða allan fastan kostnað allt árið, eins og húsnæðiskostnað, þótt innkoma sé ef til vill lítil sem engin.

Höfum þetta í huga þegar við ferðumst um landið í sumar og höfum hugfast að það mun líklega enginn í ferðaþjónustu ríða feitum hesti frá þessu sumri. Jafnvel þótt við verðum mjög dugleg að kaupa tertusneiðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Dóttir Svandísar greind með heilaæxli – „Þetta er stærsta verkefni lífs míns.“

Dóttir Svandísar greind með heilaæxli – „Þetta er stærsta verkefni lífs míns.“
Fréttir
Í gær

Úr dagbók lögreglu: Fíkniefnaakstur, skráningarmerkjasvindl og krakkar með flugelda

Úr dagbók lögreglu: Fíkniefnaakstur, skráningarmerkjasvindl og krakkar með flugelda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Háskólann á Akureyri hafa svívirt minningu ömmu sinnar og afa

Segir Háskólann á Akureyri hafa svívirt minningu ömmu sinnar og afa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veðurvaktin: 20 stiga hiti á Suðurlandi í dag og á morgun

Veðurvaktin: 20 stiga hiti á Suðurlandi í dag og á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lúsmýið líklega verst í Hveragerði: Hrikaleg bitsár

Lúsmýið líklega verst í Hveragerði: Hrikaleg bitsár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi starfsmenn Messans rita opin bréf til eigenda og Eflingar – „Við vorum rænd laununum“

Fyrrverandi starfsmenn Messans rita opin bréf til eigenda og Eflingar – „Við vorum rænd laununum“