fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Blautur draumur“ hefði breyst í martröð

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 19:00

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi, Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, skrifaði pistil sem birtist á Vísi í dag. Í pistlinum ræðir hann um breytingarnar sem hafa orðið á samfélaginu vegna COVID-19, þá sérstaklega í sambandi við sjálfbærni í matvælainnflutningi.

„Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt.

Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til.“

Simmi ræddi um að innflytjendur matvæla hefðu gert lítið úr umræðum bænda um fæðuöryggi og í staðinn fjallað um frelsi og valkost neytenda. Nú þurfa hins vegar allir að hugsa um fæðuöryggi.

„Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis.

Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur.“

Hann spyr sig hvernig staðan væri ef að Ísland væri háðara innflutningi og segir að svarið sé að „blautur draumur“ innflytjenda hefði breyst í ansi erfiða stöðu.

„Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð.

Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum.“

Simmi segir að við munum læra af ástandinu og að mikilvægt sé að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar því að við verðum að geta séð um okkur sjálf.

„Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“