fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fréttir

Skárra efnahagsútlit á Íslandi en erlendis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2020 verður mjög erfitt á Íslandi í efnahagslegu tilliti en erlendar hagspár gera ráð fyrir enn verra árferði erlendis, segir í grein eftir Holberg Másson framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu í dag.

Holberg fer þar yfir þróun efnahagsmála frá því í fyrravor og fram yfir kórónuveirufaraldurinn á útmánuðum. Hann bendir á að töluverður efnahagssamdráttur hafi þegar verið orðinn að veruleika áður en faraldurinn reið yfir:

„Þegar lífskjarasamningarnir voru gerðir í apríl 2019 voru komin svört ský á loft, WOW air farið á hausinn, atvinnuleysi að aukast, útlit fyrir fækkun ferðamanna. Framundan var sársaukafull aðlögun íslensks atvinnulífs að hærri kostnaði, viðskiptabankarnir farnir að minnka útlán og hagvöxtur að hægjast.

Í janúar 2020 var fjöldi atvinnulausra kominn í 9.618 manns, en var í desember 2018 5.299 manns, sem eru fáir í sögulegu samhengi. Seðlabankinn var að reyna mikla jafnvægislist, að lækka vexti smám saman, lækka gengið um 17% á vormánuðum 2019 og halda verðbólgu í 2,5% eða lægra. Þetta tókst hjá Seðlabankanum.

Svo kemur COVID-faraldurinn, flug og ferðamennska lagðist af á einni nóttu, eftirspurn snarminnkaði. OECDlönd öll sjá nú mesta atvinnuleysi í eina öld og mesta samdrátt í hagvexti að minnsta kosti frá kreppunni miklu 1930.“

Holberg segir að aðgerðir viðkiptabankanna munu auka á samdráttinn en þeir  séru að leggja í afskriftasjóði til að mæta væntanlegum útlánatöpum. Þeir hafi notið vaxtalækkana Seðlabankans til að búa sér til vaxtamun og auka þannig tekjur sínar. Bankarnir virðist ekki ætla að taka á sig þau áföll sem þeir þó hafi burði til.

Hvað er að gerast jákvætt í efnahagslífinu?

Það er ekki bara svartnætti framundan, að mati Holbergs, og hann týnir til nokkur jákvæð atriði. Ýmis erlend aðföng hafi lækkað í verði, til dæmi olía. Þá séu góðar fréttir að 17% lækkun gengis íslensku krónunnar virðist ætla að eiga sér stað án þess að verðbólga fari af stað. Síðast ekki ekki síst séu áform ríkisstjórnarinnar um opnun landamæranna þann 15. júní mjög jákvæð tíðindi og mjög gott sé að ferðamenn geti komið hingað til lands án þess að fara í tveggja vikna sóttkví.

Holberg segir að ríkið eigi alls ekki að eignast Icelandair en mælir með þjónustusamningi ríkisins við flugfélög:

„Áður en COVID-faraldurinn kom til voru farnar að berast slæmar fréttir af Icelandair, mistök í vörnum gegn háu olíuverði, mjög lág framleiðni og það virðast hafa verið gerð mistök í kaupum á MAXflugvélum. Icelandair þarf að ná samningum við starfsfólk um að laga framleiðnina, við ríkið um styrki, brúarlán til langs tíma og að fá aukið hlutafé frá hluthöfum. Ríkið ætti að gera þjónustusamning við Icelandair og önnur íslensk flugfélög [Play og önnur] til langs tíma þar sem þau væru studd en eigendur og starfsfólk tækju á sig ákveðnar skyldur á móti. Fyrirsjáanleiki er mikilvægur, ekki bara fyrir flugfélögin og ríkið heldur líka ferðaþjónustuna í heild sinni.“

Í lok greinar sinnar segir Holberg mikilvægt að íslensk stjórnvöld geri áætlanir sem taki mið af því að verstu spár um efnahagssamdrátt út þetta ár og næstu ár gangi eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Vesturlandsvegi

Bílslys á Vesturlandsvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar