fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fréttir

Finnur stefnir meintum síbrotamanni og búðarþjófi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður af erlendu bergi brotinn, sem býr í nágrenni við Keflavíkurflugvöll en á lögheimili í Reykjavík, hefur verið ákærður fyrir langan lista af afbrotum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu því ekki hefur tekist að birta sakborningi ákæruna. Segir í tilkynningu Lögbirtingablaðsins:

„Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.“

Maðurinn, sem er á miðjum fertugsaldri, er ákærður fyrir samtals sjö þjófnaðarbrot, þar sem hann er meðal annars er vændur um að hafa stolið kjúklingabringum í Bónus í Mosfellsbæ.

Þá er maðurinn sakaður um fjögur umferðarlagabrot og eitt fíkniefnabrot.

Ennfremur eru gerðar tvær einkaréttarkröfur á manninn. Finnur Árnason gerir skaðabótakröfu fyrir hönd Haga hf., sem rekur Bónus, þar sem maðurinn er krafinn um tæplega 350.000 króna fyrir hönd fyrirtækisins. Halldór Breiðfjörð gerir fyrir hönd Kaupáss skaðabótakröfu upp á 90.000 krónur fyrir hönd fyrirtækisins.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní og er þess freistað að birta manninum ákæru fyrir þann tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni