fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fréttir

Atli Rafn krefst þess að fá að vita hverjar kvörtuðu undan honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 10:15

Atli Rafn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli leikarans Atla Rafns Sigurðssonar gegn Persónuvernd hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Krefst Atli þess að úrskurði Persónuverndar þess efnis að samstarfskonur Atla Rafns sem kvörtuðu undan honum njóti nafnleyndar verði hnekkt.

Farið er yfir málið á vef Fréttablaðsins. Forsagan er sú að Atla Rafni var sagt fyrirvaralaust upp störfum hjá Borgarleikhúsinu í desember árið 2017 á grundvelli ásakana um kynferðislega áreitni. Atli Rafn fór í mál við leikhúsið og Kristínu Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra og í október árið 2019 var leikhúsið dæmt til að greiða honum 5,5 milljónir króna í bætur.

Atli Rafn fékk aldrei að vita innihald ásakananna né nöfn ásakenda. Atli Rafn leitaði til Persónuverndar og óskaði eftir atbeina stofnunarinnar um að hann fengi aðgang að þessum upplýsingum. Persónuvernd úrskurðaði Borgarleikhúsinu í vil á þeim forsendum að hagsmunir þeirra sem kvörtuðu undan honum um að njóta nafnleyndar ættu að vega þyngra en hagsmunir  hans að fá upplýsingar um mál sem hann snertir.

Í stefnu Atla gegn Persónuvernd segir meðal annars að ef þessi niðurstaða Persónuverndar verði staðfast sé komin leið til að vega að mönnum úr launsátri, svipta þá atvinnu og æru, allt í skjóli nafnleyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir