fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Fréttir

Jóhanna er látin: „Góða ferð, fallegi engill“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. maí 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún barðist öll þessi ár, eins og sá nagli sem hún var,“ segir Ellen Ásdís Erlingsdóttir, um systur sína, Jóhönnu Erlingsdóttur, sem lést þann 14. maí eftir 11 ára baráttu við krabbamein. Systurnar Ellen og Jóhanna hafa báðar búið í Kópavogi seinni árin en eru úr Reykhólasveit. Jóhanna var fædd þann 7. janúar árið 1957.

Aðalstarf Jóhönnu var rekstur Dillonshús í Árbæjarsafni en þar fékk sköpunargleði hennar að njóta sín í matargerðinni. Auk þess málaði Jóhanna myndir og spilaði á harmonikku.

„Ég er litla systir og hún var dálítið eins og mamma mín eftir að mamma dó þegar ég var tvítug,“ segir Ellen. Jóhanna var í senn kraftmikil, umhyggjusöm og listræn kona. „Hún var sannkallaður gleðigjafi,“ segir Ellen, sem er nokkuð yngri en stóra systir, fædd árið 1970. Ellen starfar sem sjúkraliði.

„Hún elskaði að halda dýrleg matarboð, jafnvel um hverja helgi, þar sem hún bar fram kræsingar,“ segir Ellen og dregur síðan fram ákaflega fallegan eiginleika í fari Jóhönnu, umhyggjusemi og náungakærleik:

„Á jólunum bauð hún alltaf einhverjum í mat sem hún vissi að annars yrði einn um jólin. Þannig var hún.“

Jóhanna hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum og stjórnmálum og réttlætiskenndin var leiðarljós hennar.

„Góða ferð, fallegi engill“

Jóhanna lætur eftir sig tvær dætur og önnur þeirra minnist hennar með þessum orðum á Facebook:

„Elsku fallega mamma mín, það er svo erfitt að vakna og vita að þú ert ekki hér með okkur lengur. Ég elska þig svo mikið. Þú varst það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég er svo þakklát fyrir tímana okkar saman. Ég græt bara og græt af söknuði. Ég get eiginlega ekki hugsað mér lífið án þín. Það er svo erfitt að hugsa til þess að ég á aldrei eftir að geta knúsað þig aftur. Við söknum þín svo mikið. En þú stóðst þig eins og hetja, elsku mamma mín. Þú varst svo dugleg og ein sterkasta manneskja sem ég veit um enda ertu fyrirmyndin mín. Góða ferð í draumalandið, elsku mamma mín, og ég veit að þú munt vaka yfir okkur.“ 

Margir aðrir minnast Jóhönnu með fallegum orðum, barnabarn hennar ritar langa minningargrein þar sem segir meðal annars:

„Ég gæti skrifað heila bók um þessa konu enda líf hennar ævintýri líkast. Ég er svo þakklát að hafa fengið að búa heima hjá henni síðastliðið eitt og hálft ár og kenndi það mér svo ótalmargt bæði um hana og lífið.  Við minnumst allra skemmtilegu augnablikanna sem við áttum með henni og varðveitum minningarnar vel.“

„Elsku amma mín. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona unga, aðeins 63 ára að aldri, en það vermir hjartað að vita að þú ert komin á betri stað, án þjáninga og með öllu fólkinu sem þú hafðir saknað sárt svo lengi.“

Guðrún Olga Gústafsdóttir skrifar:

„Elsku, yndislega Jóhanna Erlingsdóttir. Góða ferð í sumarlandið.  Mér þótti vænt um þig, þú komst eins og sólin björt inn í líf mitt fyrir 11 árum þegar þú og pabbi urðuð félagar. Við erum búin að bralla svo mikið saman, ferðalög innanlands og tvisvar til Tenerife. Þín verður sárt saknað hjá mörgum og erfitt að þurfa að kveðja dætur sínar og barnabörn rétt 63 ára, sem er enginn aldur. Ég bið um styrk og veit að þú verður alltaf hjá þínum, elsku Jóhanna mín. Takk fyrir kynnin, góða ferð elskan, og þangað til næst ❤️.“

Breyttur tími á útför

Athugið að áður auglýstum tíma á útför Jóhönnu Erlingsdóttur hefur verið breytt:

Útför Jóhönnu Erlingsdóttur verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 13:00. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Matur og drykkur hækka mest í verði

Matur og drykkur hækka mest í verði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd líkleg til að grípa inn í ef hætta steðjar að barninu

Barnavernd líkleg til að grípa inn í ef hætta steðjar að barninu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómasarlundur gróðursettur til heiðurs bassaleikara Íslands

Tómasarlundur gróðursettur til heiðurs bassaleikara Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur logaði í bíl

Eldur logaði í bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hluthafar Icelandair samþykkja hlutafjárútboð

Hluthafar Icelandair samþykkja hlutafjárútboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti kjarasamning flugmanna

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti kjarasamning flugmanna