fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Fréttir

Freista ferðamanna með COVID-fríu landi, lágri krónu og ókeypis skimun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. maí 2020 18:03

Erlendir ferðamenn fyrir daga veirunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær góðar ástæður til að ferðast til Íslands frá og með 15. júní eru þær að svo vel hefur tekist til í baráttu við kórónuveiruna að landið er orðið nánast smitfrítt, og að krónan hefur lækkað mikið í efnahagsþrengingunum sem núna herja á samfélagið.

Þetta kemur fram í grein á ferðavefnum Hit Iceland sem leiðsögumaðurinn og ljósmyndarinn Einar Páll Svavarsson heldur úti. Vefurinn geymir miklar upplýsingar á ensku um ferðir á Íslandi.

„COVID-19 ástandið á Íslandi er miklu betra en í mörgum öðrum löndum. Undanfarna mánuði hefur allt ferlið verið í styrkum höndum ríkisstjórnarinnar, heilbrigðisráðuneytisins og almannavarna,“ segir í upphafi greinarinnar en farið er fögrum orðum yfir aðgerðir gegn veirunni hér á landi.

Segir síðan að faraldurinn hafi haft mjög eyðileggjandi áhrif á ferðaiðnaðinn og efnahag landsins. Í forgangi sé að þróa í samvinnu við aðrar þjóðir öruggar reglur og vottorð varðandi ferðalög til landsins, sem og að ryðja úr vegi eins mörgum hömlum og mögulegt sé. „Okkur er mikið í mun að sýna fólk um allan heim fádæma fegurð náttúruundra landsins,“ segir í greininni.

Segir að skimunin verði ókeypis

Síðan segir að öllum ferðatakmörkunum til landsins verði aflétt þann 15. júní og að ókeypis skimum fyrir veirunni verði í boði á Keflavíkurflugvelli. Farið er yfir rakningarappið og fleiri aðgerðir sem lesendum eru kunnar.

Þá segir að krónan hafi lækkað um meira en 15% þannig að nú sé allt orðið miklu ódýrara á Íslandi.

Ennfremur er  væntanlegum gestum til landsins bent á að hér sé heilbrigðiskerfið framúrskarandi sem komi sér vel ef svo ólíklega vilji til að  þeir smitist af veirunni á ferðum sínum um landið.

Sjá greinina á hiticeland.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

ÁTVR lögsækir erlendan mann vegna viskíflösku

ÁTVR lögsækir erlendan mann vegna viskíflösku
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes gagnrýnir ummæli um ferðaþjónustuna – „I told you so“

Jóhannes gagnrýnir ummæli um ferðaþjónustuna – „I told you so“