fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Sex á einu heimili í Seljahverfi með COVID-19

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 14:02

Lofsama árangur Íslendinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex einstaklingar í sjö manna fjölskyldu hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Þetta kemur fram í frétt trolli.is. 

Hjónin Lilja María Norðfjörð og Sigurður Ingi Einarsson búa í Seljahverfinu ásamt þremur af fjórum börnum sínum og tveimur tengdabörnum.  Þau hafa öll, nema Lilja, greinst með COVID-19.

Tengdasonur hjónanna, Arnar, fann fyrstur fyrir einkennum. Hann var slappur, með hita og niðurgang. Síðan missti hann bragðskynið og ákvað þá að fara í sýnatöku. Tengdadóttir hjónanna, Harpa, sýndi klassískari einkenni, hita, svita, mæði, verk í lungum og slappleika með niðurgang. Hún fékk hins vegar ekki að fara í sýnatöku. Harpa á systkini í áhættuhóp og þó hún búi ekki hjá tengdaforeldrum sínum að staðaldri þá treysti hún sér ekki heim til sín, ef hún skyldi vera smituð.

Synir hjónanna, Hemmi og Benóný höfðu líka báðir verið veikir.

Það var svo á mánudagskvöldi í lok mars að símtalið barst. Arnar var með COVID-19. Daginn eftir fór öll fjölskyldan í sýnatöku. Allir reyndust smitaðir nema Lilja.

„Daginn eftir tóku allir símar að hringja. Siggi með  Covid-19, Harpa með Covid-19, Benóný með Covid-19 og Hemmi með Covid-19.,“ segir í frásögn fjölskyldunnar.“

Fjölskyldan segir það lán í óláni að þau eru öll í þessu saman.

„Við höfum félagsskap hvert af öðru og yngri kynslóðin hefur verið óþreytandi við að finna upp á skemmtilegum hlutum til að gera og ríkir nokkurs konar kvöldvökustemming. Það geta þó ekki allir tekið þátt, stundum er einhver einfaldlega of slappur til að treysta sér og vera með og Lilja fær ekki að vera með vegna þess að við viljum ekki að hún smitist af því að hún er að hugsa um okkur og elda handa okkur.“ 

Lilja sefur í sérherbergi, virðir tveggja metra regluna og er dugleg að koma ekki of nálægt hinum fjölskyldumeðlimunum.

Frásögn fjölskyldunnar má lesa í heild sinni hjá Trölli.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“
Fréttir
Í gær

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“
Fréttir
Í gær

Einar útskýrir hvers vegna hann kallaði Kára ruglaðan: „Þetta var ekki illa meint“

Einar útskýrir hvers vegna hann kallaði Kára ruglaðan: „Þetta var ekki illa meint“
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir handteknir í Garðabæ

Fjórir handteknir í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur nafngreinir ungan mann í viðkvæmu kynferðisbrotamáli

Héraðsdómur nafngreinir ungan mann í viðkvæmu kynferðisbrotamáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að COVID-19 prófið fyrir ferðamenn verði að vera ókeypis fyrir þá

Segir að COVID-19 prófið fyrir ferðamenn verði að vera ókeypis fyrir þá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útlit fyrir að Íslensk erfðagreining muni bjarga sýnatöku ferðamanna

Útlit fyrir að Íslensk erfðagreining muni bjarga sýnatöku ferðamanna