fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Banaslys í miðbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banaslys varð í miðbænum í gær er maður fæddur árið 1992 féll niður til jarðar af fjórðu hæð á fjölbýlishúsi. Talið maðurinn hafi verið verið að klifra utan á húsinu.

Lögregla hefur ekki gefið út tilkynningu um málið en heimildir DV um það eru öruggar.

Hafin er umræða um atvikið á Facebook. Margir kveðja unga manninn á Facebook-síðu hans. Ein kona segir:

Ég á óteljandi minningar af þér og hversu frábær þú varst, þó svo að við höfðum ekki mikið hist undanfarin ár, áttirðu alltaf stóran stað í hjartanu mínu og alltaf einn af mínum bestu.

Margar kveðjur eru í svipuðum anda, fólk minnist dýrmætra stunda með hinum látna þegar honum vegnaði vel í lífinu, en að slitnað hafi upp úr samskiptum í seinni tíð.

Uppfært – Tilkynning frá lögreglu: Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um atvikið:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát karlmanns á þrítugsaldri. Maðurinn fannst mikið slasaður við hús í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt og var fluttur á slysadeild. Hann lést svo á Landspítalanum um miðjan dag í gær. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því með hvaða hætti maðurinn féll fram af húsinu.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“
Fréttir
Í gær

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“
Fréttir
Í gær

Einar útskýrir hvers vegna hann kallaði Kára ruglaðan: „Þetta var ekki illa meint“

Einar útskýrir hvers vegna hann kallaði Kára ruglaðan: „Þetta var ekki illa meint“
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir handteknir í Garðabæ

Fjórir handteknir í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur nafngreinir ungan mann í viðkvæmu kynferðisbrotamáli

Héraðsdómur nafngreinir ungan mann í viðkvæmu kynferðisbrotamáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að COVID-19 prófið fyrir ferðamenn verði að vera ókeypis fyrir þá

Segir að COVID-19 prófið fyrir ferðamenn verði að vera ókeypis fyrir þá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útlit fyrir að Íslensk erfðagreining muni bjarga sýnatöku ferðamanna

Útlit fyrir að Íslensk erfðagreining muni bjarga sýnatöku ferðamanna