fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Fréttir

Borgin neitaði fanga í fjárhagsvanda um aðstoð af því vinir hans höfðu lánað honum vasapeninga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg neitaði fyrrverandi fanga um fjárhagsaðstoð vegna þess að vinir hans og ættingjar höfðu lagt peninga inn á reiknings hans til að halda honum gangandi þar til fjárhagsaðstoð bærist. Hafði hann fengið greiddar samtals 82 þúsund krónur inn á reikning sinn í marsmánuði.

Þetta kemur fram í grein Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, í Fréttablaðinu.

Í grein Guðmundar kemur fram að þeir sem óska eftir fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg þurfa að skila inn bankagögnum um innborganir á reikninga sína. Eru þessar reglur til að koma í veg fyrir að þeir sem njóta aðstoðar vinni svart. Skerðing á aðstoð er króna á móti hverri krónu sem greidd hefur verið inn á reikning viðkomandi.

Guðmundur skrifar:

„Til Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, leitaði nýverið fyrrverandi fangi, veikur maður sem ekki getur unnið jafnvel auðveldustu störf. Hann skilaði samviskusamlega innborgunaryfirliti en samkvæmt því fékk hann 82 þúsund krónur greiddar inn á reikning sinn í marsmánuði. Þrátt fyrir að um sé að ræða litlar greiðslur frá fjölskyldu og vinum, þ.e. lán til þess að þreyja þorrann, lítur Reykjavíkurborg á þetta sem tekjur og dregur frá rétti hans til fjárhagsaðstoðar fyrir aprílmánuð. Honum er þannig refsað fyrir það að þiggja lán og gerir borgin honum því erfiðara fyrir að greiða til baka. Einhver myndi kannski segja að sparkað væri í liggjandi mann.“

Borgin lítur svo á að sá sem fær greiðslu inn á reikning frá öðrum en borginni sé ekki í brýnni þörf fyrir aðstoð þann mánuðinn. Guðmundur bendir hins vegar á að viðkomandi sé að stofna til skulda með smálánum héðan og þaðan til að þrauka allsleysið. Reglurnar komi í veg fyrir að þeir geti greitt þau lán. Hann segir þessar reglur vera niðurlægjandi framkomu í garð brotinna einstaklinga:

„Að mati Afstöðu er það ekki félagsráðgjafa Reykjavíkurborgar að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi með því að lúslesa bankareikninga þeirra brotnu einstaklinga sem biðja um aðstoð og telja öll smálán sem tekjur. Vakni grunur hjá þeim um að viðkomandi sé að misnota kerfið er hægt að senda ábendingu til þar til bærra aðila sem málið rannsaka. Og ef Reykjavíkurborg ætlar að halda í þetta niðurlægjandi kerfi skal borgin virða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og skoða hverja færslu í þaula til að ganga úr skugga um að þar sé raunverulega um tekjur að ræða.

Fyrirkomulagið sem er við lýði hjá Reykjavíkurborg gerir alla þá sem sækja um fjárhagsaðstoð að glæpamönnum sem þurfa svo að sanna að þeir hafi ekki brotið af sér. Þessu verður að breyta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veðurvaktin: Sólarvarnarveður í borginni á morgun

Veðurvaktin: Sólarvarnarveður í borginni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögur kórónaveirusmit greind

Fjögur kórónaveirusmit greind
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“