fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Fréttir

Andlát – Gissur Sigurðsson

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. apríl 2020 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gissur Sigurðsson fréttamaður lést á Landspítalanum þann 5. apríl 2020 eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið. 

Gissur fæddist þann 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára og var hann næstyngstur af sjö systkinum.

Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt, án þess að vera með nokkurt formlegt nám að baki. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu, enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum.

Í framhaldinu tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins sem var fjálst og óháð dagblað sem breyttist síðar í Dagblaðið Vísi, sem er í dag kallað DV. Ferill hans sem útvarpsmaður hófst hjá Fréttastofu Ríkisútvarpsins í kringum 1980 þar sem hann starfaði í 16 ár, eða þar til hann flutti sig um set til fréttastofu Bylgjunnar.

Hann sá um morgunfréttir Bylgjunnar við miklar vinsældir landsmanna, enda þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og húmor. Eftir 25 farsæl ár á Bylgjunni lauk hann starfsferli sínum sjötugur að aldri.

Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og 7 barnabörn.

Börnin hans eru:

Guðbjörg, útgefandi

Gissur Páll, söngvari

Jón Grétar, kvikmynda-og þáttagerðamaður

Hrafnhildur, myndlistarmaður og sýningarstjóri

Helga Auðardóttir, sálfræðingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra
Fréttir
Í gær

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands
Fréttir
Í gær

Eldur logaði í bíl

Eldur logaði í bíl
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðeins einn greiddi atkvæði gegn samningi

Aðeins einn greiddi atkvæði gegn samningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar hljóp á sig og viðurkennir mistök – „Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið“

Ragnar hljóp á sig og viðurkennir mistök – „Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Flugfreyjur fá aldrei laun frá bandaríska fjárfestinum sem þær sætta sig við“

„Flugfreyjur fá aldrei laun frá bandaríska fjárfestinum sem þær sætta sig við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auðveldara en áður að hækka verð og okra á viðskiptavinum

Auðveldara en áður að hækka verð og okra á viðskiptavinum