fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Bjarni Ben móðgaðist og Morgunblaðið kemur til varnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 4. apríl 2020 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði í fyrirspurnatíma á Alþingi um kjaramál hjúkrunarfræðinga. Sakaði hún þar Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sýndarmennsku í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Bjarna er komið til varnar í staksteinum Morgunblaðsins í dag, en þeir hafa gjarnan verið eignaðir annars ritstjóra blaðsins, Davíð Oddssyni. Bæði Þórhildur Sunna sem  og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og baráttukona, hafa á samfélagsmiðlum í dag tjáð sig um Staksteinanna sem þeim þykir lýsandi fyrir stefnu Sjálfstæðisflokks og gengur Sólveig svo langt að kalla Staksteina aumkunarvert sorp.

Umræddur Staksteinn hljómaði svo :

„Píratar rifjuðu upp í fyrirspurnatíma á Alþingi á fimmtudag hvaða erindi þeir eiga á löggjafarsamkomuna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði fjármálaráðherra út í kjarasamninga við hjúkrunarfræðinga og taldi greinilega að hann ætti að opna ríkissjóð upp á gátt og semja án tillits til hinna svokölluðu lífskjarasamninga. Það hefði verið afar óábyrgt áður en kórónuveran skók efnahagslíf landsins, en eftir að það gerðist eru samningar umfram lífskjarasamninga vitaskuld óhugsandi“

Hér fyrir neðan má sjá umrædda fyrirspurn Þórhildar Sunnu: 

Þórhildur Sunna svarar fyrir sig 

Þórhildur Sunna segir Davíð Oddsson ekki skilja hvers vegna hún hafi bent á innantóma ímyndarherferð Bjarna Benediktssonar í nafni femínisma í He for She. En He for She– Hann fyrir hana- var herferð sem sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir í nafi jafnréttis kynjanna.

„Hann sem hélt svo marga fína He for She viðburði, hann sem skreytti bleika köku! Hann sem tók örugglega fullt af fínum selfís fyrir þessar kellingar,“ skrifaði Þórhildur um Bjarna Benediktsson á Facebook þar sem hún gagnrýnir Staksteina Morgunblaðsins.

„Hvernig dettur einhverri stelpu í hug að minna Bjarna á He for She í samhengi við getuleysi hans til að semja við ljósmæður og hjúkrunarfræðinga?

Þessir staksteinar gott fólk, og raunar viðbrögð Bjarna við spurningum míum eru líka skólabókardæmi um stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins 101:

Að móðgast ægilega og þykjast ekki skilja samhengi hlutanna. Það virðist enginn framhaldsáfangi vera til, þetta eru einu viðbrögðin sem þeir eiga við gagnrýni.“

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Bjarna fannst fyrirspurnin ósmekkleg

Í gagnrýni sinni á Staksteina minnist Þórhildur á viðbrögð Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn hennar. En þar móðgaðist hann töluvert, og má það heyra á því hvernig hann hækkar rödd sína tilsvörum sínum. Í fyrra svari sínu sagðist hann ætla að „láta vera að svara þessum ósmekklega útidúr um He for She átakið sem ég og við í ríkisstjórninni höfum af fullum hug tekið þátt í“

Þar höfum við lagt bara verulega mikið af mörkum með fjölda mörgum viðburðum og höfum fengið mikið hrós fyrir. Þannig ég átta mig ekki á því hvaða erindi þetta á í umræðuna í dag. Mér finnst þetta ósmekklegt.“

Bjarni sagði að ríkið hefði verið í viðræðum við hjúkrunarfræðinga síðan áður en kjarasamningar urðu lausir og margt hefði áunnist í þeim viðræðum

Ef háttvirtur þingmaður vill raunverulega skoða hvernig kjör hjúkrunarfræðinga hafa þróast í minni tíð sem fjármálaráðherra þá hlakkar mig til að sjá þann samanburð. Vegna þess að kaupmáttur og launaþróun þessarar stéttar hefur verið betri í minni tíð sem fjármálaráðherra heldur en nokkru sinni áður. Það er sú einkunn sem að ég mun fá. Vilji háttvirtur þingmaður raunverulega fara í þennan samanburð. Verkefnið núna er að ljúka samningsgerðinni þannig að það spilist saman við þá stofnanasamninga sem hafa verið í gildi svo að niðurstaðan verði kjarabót fyrir hjúkrunarfræðinga. Það er markmiðið“

Við þetta var kallað frammí og Bjarni sakaður um að svara ekki spurningum.

Mannfólks-hatarar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur í sama streng og Þórhildur Sunna og gengur öllu lengra og kallar Staksteina sadó-kapítalískt sorp.

„Mikið eru Staksteinar aumkunarverðir. Í nafni móðurgyðjunnar, hvað ég vona að tími þessara mannfólks-hatara líði nú undir lok þegar öll með heila hljóta að sjá hvað skiptir máli og hvað ekki í þessari veröld. Að hugsa sér að þetta fólk og þessi hugmyndafræði sem þau aðhyllast hafi ráðið för hér og í veröldinni áratugum saman.

Jeffrey St. Clair, ritstjóri Counterpunch, talaði um daginn um sadó-kapítalisma. Ég ætla hér með ávallt að kalla Staksteina sadó-kapítalískt sorp. Að menn skuli ekki skammast sín aðeins meira fyrir perversjónirnar skil ég ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

Wei Li var með ófalsaða mynt

Wei Li var með ófalsaða mynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýtt smit á Íslandi

Nýtt smit á Íslandi