fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kvennablaðið snýr aftur: „Nú er tími til að ræða málin“

Auður Ösp
Föstudaginn 3. apríl 2020 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefmiðilinn Kvennablaðið hefur verið endurvakinn eftir að hafa legið í dvala í rúmt ár. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ritstjóri greinir frá þessu á vef blaðsins fyrr í dag en ákvörðunin um að endurvekja Kvennablaðið er tilkomin vegna ástandsins í þjóðfélaginu þessa dagana.

Kvenna­blaðið hóf göngu sína í nóv­em­ber 2013 og lengst af í rit­stjórn Stein­unn­ar Ólínu. Þess ber að geta að það var langamma Steinunnar, Bríet Bjarn­héðins­dótt­ir sem  upprunalega stofnaði  Kvennablaðið árið 1885 og rit­stýrði blaðinu í 25 ár. Í byrjun apríl á seinasta ári birtu þær Stein­unn Ólína og Soffía Stein­gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri grein á vef blaðsins þar sem tilkynnt var að blaðið myndi leggjast í ótímabundinn dvala.

Í tilkynningu Steinunnar Ólínu á vef Kvennablaðsins í dag segir:

„Í desember fóru að berast fréttir frá Kína um pest sem væri að herja á landsmenn þar. Þá datt mér ekki frekar en flestum í hug að sú skæða flensa myndi hafa jafn víðtæk áhrif um allan heim og raun ber vitni. Kína er svo óralangt í burtu og fjarlægar hörmungar eiga það til að snerta okkur lítt, því miður. Samt búum við öll hér saman á jörðinni og finnum fyrir því aldrei betur en nú þegar heilsu allra jarðarbúa er ógnað af vírusnum Sars-CoV-2. 

Í einni hendingu er allt breytt. Meira en helmingur mannkyns sætir sóttkví, samkomubanni eða útgöngubanni af einhverju tagi. Fótunum er kippt undan fyrirtækjum stórum og smáum sem hefur í för með sér gríðarlegt atvinnuleysi um allar jarðir. 

Við breytumst samt ekkert stórvægilega þótt við séum að aðlagast nýjum heimi í rauntíma og vitum ekkert hvert þetta ástand sem nú ríkir mun leiða okkur. Við höldum áfram að eiga okkar ytri og innri glímur.

Munum við draga einhvern lærdóm af þessu ástandi? Höfum við gert það nú þegar? Eru tækifæri í hörmungunum sjálfum? Þurfum við að leita þeirra einmitt nú og endurhugsa hvernig við lifum, höfum lifað og viljum lifa í samfélagi við annað fólk á jörðinni.

Þetta er tími endurskoðunar. Við þurfum öll að vera á tánum, vel vakandi fyrir því sem gerist á næstu vikum og mánuðum. Hvernig munu íslensk stjórnvöld standa vörð um hagsmuni okkar? Þurfum við að veita þeim aðhald þrátt fyrir að Covid 19 sé mál málanna og taki upp síður fjölmiðla.

Ég held að svarið sé að sjálfsögðu já, framtíð Íslands er í okkar höndum og núna getum við hugsað hverskonar framtíð við viljum fyrir afkomendur okkar.“

Steinunn Ólína viðurkennir að það sé „gjörsamlega fráleit hugmynd rekstrarlega“ að endurvekja Kvennablaðið einmitt nú. Það hafi þó aldrei verið jafn mikill grundvöllur og næði til skoðanaskipta og akkúrat núna.

„Þess vegna ákvað ég að endurvekja blaðið núna og hef fengið með mér frábæra ritstjórn, þau Evu Hauksdóttur og Hauk Má Helgason. Aðrir fastir pennar munu bætast í raðir okkar á næstu dögum og við sjáum hvernig okkur mun vegna,“

ritar Steinunn Ólína um leið og hún hvetur lesendur til að greinar, vangaveltur eða „bara hvað sem er“ á netfangið Kvennabladid@gmail.com

„Nú er tími til að ræða málin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“