fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fréttir

Hollywood stjarna gerði Hrafni 285 milljón króna tilboð

Auður Ösp
Föstudaginn 17. apríl 2020 17:21

hrafn gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Hollywoodleikarinn Ezra Miller hefur gert tilboð í sögufrægt hús Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra á Laugarnesinu. Heimili Hrafns vekur ávallt athygli enda engu líkt. Miller hefur mikið dálæti á Íslandi og hefur meðal annars mikið dálæti á Bíó Paradís og vill láta breyta bíóinu í einkabíóklúbb.

„Hann birtist bara allt í einu fyrir utan hjá mér, bankaði upp á og kynnti sig og var voða elskulegur. Hann færði mér alls konar gjafir, gaf mér til dæmis ríkulegt magn af þessum malaríutöflum frá Ameríku. Hann sagðist eiga sér þann draum að eignast þetta hús. Hann labbaði í marga hringi og skoðaði þetta. Hann bankaði sem sagt upp hjá mér fyrsta daginn og svo kom hann aftur daginn eftir og þar á eftir. Hann vildi líklega sannfæra mig um að honum væri fúlasta alvara.

Hollywood-stjarnan Ezra Miller hefur undanfarin ár farið með burðarhlutverk í stórmyndum á borð við Justice League, We Need To Talk
About Kevin og Fantastic Beasts.

Hann sagðist vera búinn að horfa á margar af myndunum mínum og hann virtist vera mjög hrifinn af kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Þetta kom mér allt svolítið spánskt fyrir sjónir, en ég hafði bara gaman af þessu,“ segir Hrafn sem lét Ezra að sjálfsögðu ekki fara tómhentan heim og gaf honum fjölmargar af myndunum sínum á dvd.

„Hann sagðist ætla að láta lögfræðinginn sinn útbúa skriflegt tilboð, ég ætla nú ekki að gefa svar fyrr en ég er búinn að sjá þetta á pappír. Hann sagðist ætla að koma hingað aftur þegar þessi faraldur er búinn. Þetta er eins og sagt er „everything has a price ticket“. Hann sagðist vera tilbúinn að borga fyrir þetta tvær milljónir dollara. Mér finnst það alveg ásættanlegt verð. Mér skildist á honum að hann gæti nú bara borgað út í hönd,“ segir Hrafn  síðan og hlær hátt en tvær milljónir dollara eru um 285 milljónir íslenskra króna.

„Mér hefur verið sagt að Björk hafi orðið ófrísk að syni sínum í þessu húsi, hún bjó hérna um tíma með mömmu sinni,“ segir Hrafn.

Björk bjó í húsinu

Saga hússins nær aftur til loka seinni heimsstyrjaldarinnar: það var byggt á braggagrunni og að mestu leyti úr kassafjölum.

„Upphaflega bjuggu hérna fjórar fjölskyldur, veit ég. Mér hefur verið sagt að Björk hafi orðið ófrísk að syni sínum í þessu húsi, hún bjó hérna um tíma með mömmu sinni. Þegar ég keypti húsið á sínum tíma þá stóð víst til að rífa það,“ segir Hrafn. Hann keypti húsið árið 1983. „Í fyrstu þá keypti ég það til að smíða þar leikmyndir, margar af þeim standa ennþá hérna við húsið. Svo fór ég smám saman að taka ástfóstri við staðinn.“

 

Hús Hrafns vekur ávallt athygli enda er miklu frekar hægt að kalla það safn, eða þá listaverk.

 

Hrafn notaði húsnæðið upplega sem leikmyndasmiðju.

Við heimili Hrafns er hörgurinn, hof sem er öllum opið. Hrafn segir Ezra hafa verið sérstaklega hrifinn af hörgnum, sem er hlaðinn úr grjóti í fjörunni og var blessaður af Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða á sínum tíma. „Ég held sjálfur ofboðslega mikið upp á hörginn. Hörgurinn er trúarhús ásatrúar- manna. Það mega allir koma og skoða þetta, ég lít á þetta sem fólkvang. Fólki er frjálst að litast um og kíkja inn í hellinn og tala við líkneskið af Frey. Það hafa mörg hjón komið hingað með Hilmari og gift sig. Minjavernd hefur lýst þetta hof helg vé.“

Húsið vekur ávallt mikla athygli þeirra sem eru á ferðinni um Sæbraut og Laugarnesið og nánast daglega bankar fólk upp á. „Það er oft alveg geysilega mikil umferð af fólki hérna. Stundum hafa verið að koma hingað heilu rúturnar af túristum. Ég er orðinn löngu vanur þessu og ég læt þetta ekkert fara í taugarnar á mér. Ég hef svo gaman af fólki og það er bara skemmtilegt að spjalla við hina og þessa.“

Tarantino og Cohen hrifnir

Fjölmargir frægir einstaklingar hafa sótt Hrafn heim í gegnum árin.

„Quentin Tarantino, hann kom í heimsókn og var ofboðslega hrifinn af staðnum,“ segir Hrafn „Leonard Cohen, ég tók við hann sjónvarpsviðtal á sínum tíma og hann var heillaður af húsinu. Þáverandi kínverski sendiherrann hélt líka mikið upp á þennan stað, hann fékk sér oft göngutúr frá sendiráðinu og heilsaði upp á mig og við vorum miklir vinir.

Hollywood leikstjórinn Quentin Tarantino er á meðal þeirra sem hafa heimsótt Hrafn á Laugarnesið

Sænski sendiherrann hefur líka komið hingað með marga þekkta Svía. Svíarnir halda mikið upp á Hrafninn flýgur. Það eru margir listamenn, evrópskir og bandarískir, sem koma hérna og eru „inspíreraðir“ af staðnum. Monthy Python-gengið kom einu sinni í heimsókn hingað, mér skilst að Erik the Viking myndin sé innblásin af verkunum mínum.“

Árleg „fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi“ partí Hrafns eru landsþekkt en þá fyllist húsið af tónlistarmönnum, rithöfundum, myndlistarmönnum og ýmsum þekktum einstaklingum. „Það er alltaf voða vel sótt, fólk sem hefur verið með mér í skóla eða leikið í myndunum mínum til dæmis. Litskrúðugur söfnuður.“

Ezra Miller er heldur ekki sá fyrsti sem sýnt hefur áhuga á því að kaupa húsið.

„Það hefur oft komið hingað fólk í þeim pælingum, sérstaklega Ameríkanar, en ég hef ekkert verið í þeim stellingum að vilja selja. Ég er orðinn samgróinn þessu umhverfi, þetta væri eins og að rífa sjálfan sig upp með rótum.“

Hús Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu

Hrafn er orðinn 72 ára. Hann hefur sagt skilið við kvikmyndagerðina, allavega í bili, enda ferillinn orðinn langur og afkastamikill. En hvert myndi Hrafn flytja ef af kaupunum yrði?

KvikmyndagerðarmaðurinHrafn hélt árlega veislu á heimili sínu á Laugarnestanga árið 2017 og DV var á staðnum.

„Það veit ég ekki. Ég á nú reyndar tvær fjölskyldur á Kúbu. Ég tek þessu nú öllu með hægðinni. Menn fá stundum hugljómanir, en hvort það verður að veruleika, það er annað mál.

Það væri kannski best ef ég fengi að klára lífsbaráttuna hér, svo gætu kannski einhver góð samtök, tónlistarmenn eða tónlistarsamtök sest hér að og gert þetta að einhverju fyrir almenning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“
Fréttir
Í gær

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég var einu sinni þarna í einhverjum kraftgalla, grútskítug og leit illa út og lyktaði illa af drykkju“

„Ég var einu sinni þarna í einhverjum kraftgalla, grútskítug og leit illa út og lyktaði illa af drykkju“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vangreiddi tæpar 65 milljónir í virðisaukaskatt – Þarf nú að greiða 158 milljónir í sekt

Vangreiddi tæpar 65 milljónir í virðisaukaskatt – Þarf nú að greiða 158 milljónir í sekt