fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Fréttir

Svona er Anna sögð hafa boðið þjónustu sem réttarmeinafræðingur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 17:00

Skjáskot af Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ekki vill láta nafn síns getið staðhæfir að Anna Aurora Waage Óskarsdóttir hafi boðið sér þjónustu sem fyrsta flokks réttarmeinafræðingur í erfiðu dómsmáli sem maðurinn tengist. Segist Anna vera með doktorsgráðu en undirritun undir tölvubréf hennar var svona:

 

Maðurinn fullyrðir að Anna hafi notað þennan titil víða og þetta athæfi hennar sé þekkt innan lögfræðistéttarinnar. Þess má geta að DV fékk skjáskotið að ofan úr annarri átt en frá manninum.

„Það er alþekkt innan heims lögfræðinga hér á landi að hún hefur kynnt sig með þessum titli, sem sérfæðingur í glæpum og réttarmeinafræði. Ég sá í gegnum hana en segjum bara að ég hefði ekki gert það heldur nýtt mér þessa þjónustu og greitt fyrir hana. Ef ég hefði framvísað þessum gögnum við réttinn! Þú getur rétt ímyndað þér hvort það hefði ekki haft hrikalegar afleiðingar.“

Samkvæmt manninum áttu þessi samskipti sér stað seint á síðasta ári.

Starfstitlar Önnu Auroru eru gífurlega margir. Hún var kærð í meintu fjársvikamáli á síðasta ári þar sem hún er sögð hafa boðið þjónustu sem lögfræðingur. Þegar hefur komið fram að hún starfaði sem sjúkraliði í Bolungarvík án þess að hafa menntun eða starfsleyfi til þess. Einnig hefur hún starfað sem leiðbeinandi í tveimur grunnskólum í vetur, í forfallakennslu, en er þó titluð sem kennari en ekki leiðbeinandi á vefsíðum sem geyma upplýsingar um slíkt.

Í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra má síðan sjá áhugaverðar upplýsingar um fyrirtæki Önnu sem stofnað var fyrir um tveimur og hálfu ári. Fyrirtækið sinnir eftirfarandi starfsemi: Lögfræðiþjónustu, bílasölu og sölu á öðrum ökutækjum, farþegaflutningum, akstri vörubíla og öðrum vöruflutningum; reikningshaldi, bókhaldi, endurskoðun og skattaráðgjöf; viðskiptaráðgjöf og annarri rekstrarráðgjöf; ferðaskrifstofustarfsemi og skipulagningu ferða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Handtekinn í Kringlunni
Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV: Árni Oddur með langhæstu laun forstjóra skráðu fyrirtækjanna – 30 milljónum hærri laun en sá næsti

Tekjudagar DV: Árni Oddur með langhæstu laun forstjóra skráðu fyrirtækjanna – 30 milljónum hærri laun en sá næsti
Fréttir
Í gær

Vínflöskur á Íslandi innkallaðar vegna áttfætlu

Vínflöskur á Íslandi innkallaðar vegna áttfætlu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sprengingar í skotfærageymslum á Krímskaga í morgun – Myndband

Sprengingar í skotfærageymslum á Krímskaga í morgun – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndin sem kom upp um hrotta Pútíns – Úkraínumenn létu sprengjum rigna yfir þá og felldu um 100 málaliða

Myndin sem kom upp um hrotta Pútíns – Úkraínumenn létu sprengjum rigna yfir þá og felldu um 100 málaliða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðivakt hjá slökkviliðinu í nótt – Stúlka fæddist á miðjum Hafnarfjarðarvegi

Gleðivakt hjá slökkviliðinu í nótt – Stúlka fæddist á miðjum Hafnarfjarðarvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar stela úkraínska Internetinu

Rússar stela úkraínska Internetinu