fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Segir stjórnendur SÁÁ þjást af valdasýki og óheiðarleika – Hafa stjórnlausa þörf fyrir að hafa alltaf rétt fyrir sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgerður Hauksdóttir, sem varð edrú með hjálp SÁÁ árið 1990, segir stjórnendur SÁÁ sýna mörg einkenni skapgerðarbresta sem hún hefur oft orðið vör við í fari óvirkra alkóhólista í gegnum tíðina. SÁÁ hefur verið í brennidepli deilna og upplausnar eftir að stórum hópi faglærðs fólks, þar á meðal sálfræðingum, var sagt þar upp störfum fyrir skömmu. Í kjölfarið sagði yfirlæknir Vogs, Valgerður Rúnarsdóttir, starfi sínu lausu og síðan þá hafa öll spjót staðið á formanni SÁÁ, Arnþóri Jónssyni, og margir krefjast afsagnar hans.

Hallgerður ritar grein um ástandið á Vísir.is í dag og hefst hún á þessum orðum:

„Af áralöngum kynnum og reynslu sem ég hafði af atvinnutengdu samstarfi við óvirka alkóhólista kynntist ég ýmsum bestu og verstu hliðum þeirra, fólks sem hætt er neyslu áfengis eða vímuefna vegna stjórnlausrar fyrri neyslu. Eitt það versta sem ég finn hjá óvirkum alkóhólistum er greinilegt í átökum innan SÁÁ núna.“

Hún kryfur síðan persónubresti óvirkra alkóhólista með eftirfarandi hætti:

„Af minni reynslu er þetta samsuða af þrem meginþáttum; valdasækni, óheiðarleika sem iðulega er alls ómeðvitaður og loks hvatri þörf fyrir að hafa alltaf rétt fyrir sér. Þetta er samsuða sem erfitt er að eiga við, því oft er einmitt ekki illur ásetningur heldur jafnvel þvert á móti vel meintur.

Þetta lýsir í raun grunnum innri bata við tilteknum einkennum alkóhólisma þar sem einstaklingurinn heldur dauðahaldi í tilfinningu fyrir einhverri stjórn til að bæta upp fyrir að hafa í stjórnleysi neyslunnar brugðist bæði sjálfum sér og öðrum svo oft og lengi – og því miður gerir hann það stundum með því að sækjast eftir ytri völdum og stjórn. Þessi óheppilega samsuða getur gengið þokkalega í samskiptum við sæmilegar aðstæður, það er, ef hinn valdamiðaði alkóhólisti fær að halda egóinu án þess að skrapist í viðkvæmt innra lagið. En þetta gerir hinsvegar samstarf og úrvinnslu nánast ómögulega þegar að þrengir eða á bjátar.“

Togstreita milli óvirku alkanna og fagfólksins

Hallgerður er ekki fyrst til að halda því fram að mikil togstreita sé innan fíknimeðferðargeirans á milli óvirkra alka og fagfólks. Tekist er á um vísindalega nálgun á sjúkdóminn og trúarlega, eða nálgun sem er mjög fastheldin á 12 spora prógrammið og hafnar öðrum leiðum. Inni í þetta fléttast ágreiningur um gildi áfallasögu einstaklinga í orsökum fíknsjúkdóma. Hallgerður bendir á að þegar alkóhólistar urðu edrú sjálfir með því að bindast samtökum og hjálpa hver öðrum hafi geðlæknar, læknar og sálfræðingar ekki spáð þeim farsæld í baráttunni. Á seinni tímum hafi þetta hins vegar snúist við á þann hátt að alkóhólistar tortryggi fagfólk. Hallgerður segir:

„Það finnast reyndar enn fagaðilar sem efast um getu alkóhólista til að vera eigin batastöð en þeir eru fáir. Margir óvirkir alkóhólistar nota líka þjónustu fagfólks á sviði sálfræði við sína batavinnu og það er í mínum huga jafn sjálfsagt og að leita til hárskera til að fara í klippingu þótt við hugsum sjálf vel um hárið á milli, eða tannlæknis fyrir tannheilsuna til viðbótar við góða eigin tannhirðu. Tillag fagaðila sem ekki eru sjálfir alkóhólistar getur hinsvegar staðið í þeim alkóhólistum sem vita allt best og hafa alltaf rétt fyrir sér. Margir óvirkir valdamiðaðir alkóhólistar neita þannig því miður enn í dag að viðurkenna til fulls mikilvægi dýpri bataúrvinnslu alkóhólista með tilbeina fagfólks.“

Í lok greinar sinnar hvetur Hallgerður óvirka alkóhólista með dýrpi bata til að stíga fram og taka völdin af þeim valdasjúku og stjórnsömu:

„Ég vona innilega að þeir óvirku alkóhólistar í félagsstarfi SÁÁ sem eru með dýpri bata stígi fram núna og takist að snúa þessu við. Það verður að finna og velja fólk til forystu sem ekki stendur í því að sanna vald sitt. Hlutleysi æðruleysisins og hæglátt lífsþakklæti er ekki svarið á næsta aðalfundi ef þetta risaskip sem SÁÁ er, á að eiga farsæla framtíð án þess að steyta sífellt á sömu skerjunum og þreyta skrokkinn æ meir. Skipið lekur eftir síðustu ágrip og þarfnast viðgerðar. Það er bókstaflega lífsnauðsynlegt að skerpa óyggjandi á mörkum umboðs fagfólks til að stýra faglegu starfi um borð og umboði áhugafólks til að setja stefnu skipsins, án þess að þetta tvennt skarist. Þessi mörk verður að leggja, óháð fjármálum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

Wei Li var með ófalsaða mynt

Wei Li var með ófalsaða mynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýtt smit á Íslandi

Nýtt smit á Íslandi