fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hafa miklar áhyggjur af stöðu innflytjendabarna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 08:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi hafa foreldrar og börn af erlendum uppruna einangrast mikið. Margir halda börnum sínum heima og er farið að fjara undan tengslum þeirra við skóla sína.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að staða þessara barna sé mikið áhyggjuefni. Einnig berist fréttir af því að foreldrar þeirra hafi lokað sig af og segi að ef þeir veikist hafi þeir ekkert bakland hér á landi.

Skólastjórnendur hafa lýst yfir miklum áhyggjum af þessu í samtölum við Morgunblaðið. Haft er eftir Helga að sérstakur hópur verði settur á laggirnar til að fylgjast með þessum hópi. Ljóst sé að ástandið breytist ekki á næstunni og því verði skólahald með takmörkunum eftir páska.

„Það skiptir gríðarlega miklu máli að halda góðum tengslum og vita hvað þau eru að gera svo fólk heltist ekki úr lestinni.“

Er haft eftir Helga.

Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hljóðið í innflytjendum sé „allt öðruvísi“ en í Íslendingum.

„Þessir foreldrar senda börn sín síður í skólann, hafa miklar áhyggjur og vilja frekar hafa börnin heima. Frá sínum heimalöndum fá þau fréttir af lokuðum skólum og krefjast þess einnig hér til að vernda börnin. Annað atriði sem kann að skýra þetta er mikil áhersla innflytjenda á börnin. Íslenskt samfélag leggur skiljanlega áherslu á þá sem eldri eru, en eldri ættingjar innflytjenda eru aftur á móti ekki hér.“

Er haft eftir henni. Hún benti einnig á að vantraust í garð kerfisins vera frekar ríkjandi meðal innflytjenda og það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra um að halda börnunum heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“