fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Fréttir

Frosti og Ólína andmæla athugasemdum DV – Gögn sýni að faraldrinum eigi að ljúka í apríl og sóttvarnaráð stefni að hjarðónæmi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Sigurjónsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hafa sent DV athugasemdir vegna fréttar DV fyrr í kvöld undir fyrirsögninni „Frosti og Ólína skrifa opið bréf til sóttvarnaráðs“

Í opnu bréfi tvímenninganna er því haldið fram að sóttvarnaráð geri ráð fyrir því að COVID-19 faraldrinum verði lokið hér á landi um miðjan apríl. Enn fremur segir í bréfinu að sóttvarnaráð hefði stefnt að hjarðónæmi fyrir veirunni hjá Íslensku þjóðinni. DV telur þetta stangast á við þær yfirlýsingar sem sóttvarnalæknir hefur endurtekið gefið á daglegum upplýsingafundum um COVID-19 og gerði eftirfarandi athugasemdir í fréttinni:

Athygli vekur að rangfærslur eða misskilning er að finna í bréfinu sem skal leiðréttur hér þó að DV leggi ekki mat á skoðanir bréfritara. Frosti og Ólína spyrja hvort raunhæft sé að ætla að faraldurinn hætti um miðjan apríl eins og sóttvarnayfirvöld hafi haldið fram. Þetta er ekki rétt. Sóttvarnalæknir og landlæknir hafa sagt að faraldurinn gæti verið búinn að ná hámarki fyrir eða um miðjan mánuðinn og fara því að hjaðna hægt upp úr því. Þau hafa aldrei haldið því fram að faraldrinum ljúki á þessum tímpapunkti – enda hefur samkomubann nú verið framlengt út apríl.

Frosti og Ólína gagnrýna að grunnskólum hafi ekki verið lokað í faraldrinum, þeir séu opin smitleið. Þau benda enn fremur á að hörð stefna við heftun faraldursins sem hafi verið rekin í Asíu hafi skilað árangri. Þá spyrja þau hvort það sé enn stefna sóttvarnaráðs að byggja upp hjarðónæmi. DV kannast ekki við að sú hafi verið yfirlýst stefna sóttvarnaráðs.

Leiðréttingar DV séu á misskilningi byggðar

Frosti og Ólína svara þessu með eftirfarandi hætti:

„DV á þakkir skilið fyrir að birta opið bréf okkar til sóttvarnaráðs. En það er verra að DV skyldi fylgja bréfinu úr hlaði með „leiðréttingum“ á efni bréfsins. Leiðréttingar DV eru á misskilningi byggðar.

  • DV heldur því fram að faraldurinn hætti ekki um miðjan apríl en bréfritarar eru reyndar sammála því og skilja ekki hvers vegna DV kallar þetta misskilning hjá bréfriturum. Það er spálíkan sóttvarnarlæknis sem sýnir að eftir miðjan apríl hætti ný tilfelli að greinast og bréfritarar velta því upp í bréfinu hvort sóttvarnaráð telji að það líkan standist. Sjá má líkanið á http://covid.hi.is
  • DV kannast ekki við að sóttvarnaráð hafi lýst stefnu um að mynda hjarðónæmi. Bréfritarar kannast ekki við að sóttvarnaráð hafi birt stefnu sína formlega. Stefnan birtist hins vegar m.a. í orðum sóttvarnarlæknis sem segir „Við verðum eiginlega að fá eitthvað smit í samfélagið, því þetta er svona eins og bólusetning. Þannig að við getum reiknað það út að við þurfum kannski eins og 60% af þjóðinni til að smitast til að búa til ónæmi svo við fáum þetta svokallaða hjarðónæmi, þannig að veiran muni ekki þrífast áfram.“ – Silfrið, RÚV 15. mars.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra
Fréttir
Í gær

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands
Fréttir
Í gær

Eldur logaði í bíl

Eldur logaði í bíl
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðeins einn greiddi atkvæði gegn samningi

Aðeins einn greiddi atkvæði gegn samningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar hljóp á sig og viðurkennir mistök – „Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið“

Ragnar hljóp á sig og viðurkennir mistök – „Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Flugfreyjur fá aldrei laun frá bandaríska fjárfestinum sem þær sætta sig við“

„Flugfreyjur fá aldrei laun frá bandaríska fjárfestinum sem þær sætta sig við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auðveldara en áður að hækka verð og okra á viðskiptavinum

Auðveldara en áður að hækka verð og okra á viðskiptavinum