fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Runólfur kemur Kínverjum til varnar – Sakar Viðskiptablaðið og Jónas Haraldsson um rasisma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Ágústsson athafnamaður og fyrrverandi rektor á Bifröst gagnrýnir harðlega tvær greinar sem birst hafa undanfarið þar sem farið er ófögrum orðum um útimatarmarkaði í Kína í tengslum við upptök kórónuveirunnar. Runólfur sakar greinahöfunda um rasisma.

Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Jónas Haraldsson lögfræðingur að Kínverjar skuldi heimsbyggðinni skaðabætur vegna kórónuveirunnar. Jónas lýsti enn fremur hrikalegum sóðaskap sem viðgengist á útimatarmörkuðum í Kína en veiran er talin hafa borist úr leðurblöku á slíkum markaði: „Á þessum mörkuðum geta menn fengið ferskt kjöt og orðið vitni að því þegar dýrunum er slátrað og gert að þeim, þar sem blóð, saur og annar úrgangur flýtur oft um gólf þótt reynt sé að skola slíkt í burtu með vatnsslöngu. Þá hefur iðulega sést að verið er að nota sama hnífinn á eitt dýrið af öðru án hanska, svo eitthvað sé nefnt um vinnubrögðin þarna. Í stuttu máli þá er sóðaskapurinn á þessum matarmörkuðum oft og tíðum skelfilegur og ekki fyrir viðkvæma að fylgjast með aðförunum við slátrun og aðgerð á dýrunum.“

Sjá einnig: Ólýsanlegur viðbjóður og sóðaskapur á matarmörkuðum í Wuhan

Runólfur Ágústsson segir hins vegar að Kínverjar hafi brugðist af festu og öryggi við útbreiðslu veirunnar sem skili sér í því að andlát þar af hennar völdum, í þessu fjölmennasta ríki heims, séu færri en á Ítalíu. Runólfur segir að grein Ólafs og nafnlausa grein í Viðskiptablaðinu um ábyrgð Kínverja á COVID-19 séu rasistagreinar. Hann segir enn fremur:

„Umfjöllun um kínverska matarmarkaði er svo önnur saga. Göngutúr um þá fyrir matgæðinga er ógleymanleg upplifun. Matarmarkaðir, þar sem seldur er lifandi matur, dýr, fuglar og fiskar tíðkast ekki bara í Kína, heldur út um alla Asíu og víða í Afríku. Þeir tryggja fólki aðgengi að ferskum matvælum á svæðum þar sem aðgengi fólks að kæli- og frystitækjum er oft takmarkað.

Á tímum sem þessum rísa ætíð upp heimsendaspámenn, pópúlistar og þjóðernissinnar sem vilja ýmist ala á ótta, vanþekkingu eða fordómum.

Við þurfum ekki á slíku að halda. Við þurfum þvert á móti á samheldni þjóða að halda, samvinnu, kærleik og skilningi. Þannig getum við unnið saman að því að efla þekkingu okkar og sigrast á pestinni.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi