fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Fréttir

Andlát 42 ára konu til rannsóknar á Landspítalanum – Var send heim illa áttuð og gat ekki stigið í fætur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál vegna andláts 42 i ára konu, sem lést tæplega hálfum sólarhring eftir útskrift af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku, hefur verið vísað til Landlæknis og er nú til rannsóknar á Landspítalanum. Þetta kemur fram á Vísi.

Vísir hefur það eftir heimildum að konan hafi verið flutt á bráðamóttöku  um kvöldmatarleytið á fimmtudag. Hafði hún þá ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var illa áttuð. Grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Hún var útskrifuð aðeins þremur tímum síðar. Var henni ekið í hjólastól út í bifreið og send heim á leið. Samkvæmt Vísi var ástand hennar þá engu betra en við komuna á sjúkrahúsið.

Tólf tímum síðar var hún látin.

„Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ hefur Vísir eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Hann viðurkennir að álag á spítalanum sé vissulega búið að vera mikið en það þurfi þó ekki að hafa haft áhrif á mál konunnar. Þá þurfi rannsókn að leiða í ljós hvort um mistök var að ræða eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum
Fréttir
Í gær

Svanur ver Samherjabörnin – „Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum“

Svanur ver Samherjabörnin – „Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum“
Fréttir
Í gær

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“
Fréttir
Í gær

Sögulegur fundur Almannavarna – Alsvart í beinni útsendingu

Sögulegur fundur Almannavarna – Alsvart í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll