fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Andlát 42 ára konu til rannsóknar á Landspítalanum – Var send heim illa áttuð og gat ekki stigið í fætur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál vegna andláts 42 i ára konu, sem lést tæplega hálfum sólarhring eftir útskrift af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku, hefur verið vísað til Landlæknis og er nú til rannsóknar á Landspítalanum. Þetta kemur fram á Vísi.

Vísir hefur það eftir heimildum að konan hafi verið flutt á bráðamóttöku  um kvöldmatarleytið á fimmtudag. Hafði hún þá ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var illa áttuð. Grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Hún var útskrifuð aðeins þremur tímum síðar. Var henni ekið í hjólastól út í bifreið og send heim á leið. Samkvæmt Vísi var ástand hennar þá engu betra en við komuna á sjúkrahúsið.

Tólf tímum síðar var hún látin.

„Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ hefur Vísir eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Hann viðurkennir að álag á spítalanum sé vissulega búið að vera mikið en það þurfi þó ekki að hafa haft áhrif á mál konunnar. Þá þurfi rannsókn að leiða í ljós hvort um mistök var að ræða eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
Fréttir
Í gær

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína